Ögmundur vill engin einkasjúkrahús fyrir útlendinga 21. janúar 2011 19:35 Innanríkisráðherra er mjög andvígur áformum um nýja einkarekna spítala og óttast að verið sé að byggja upp tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hann segir alveg ljóst að þessir spítalar verða ekki arðvænlegir án aðkomu íslenskra sjúklinga og skattborgara. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, óttast að menn ætli sér að koma upp tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi, það er einu fyrir þá efnuðu og öðru fyrir þá tekjulægri, með uppbyggingu einkasjúkrastofnanna í Mosfellsbæ og Miðnesheiði.Ná íslenskum sjúklingum með krókaleiðum Í sama streng tekur Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún ekki skilja ekki hvers vegna einkaaðilar semji ekki við sjúkrastofnanir sem nú eru vannýttar vegna fjárskorts í stað þess að byggja upp sjúkrastofnannir frá grunni. Ingibjörg segist gruna að ætlunin sé að ná íslenskum sjúklingum inn á þessa spítala með krókaleiðum. Þannig geti sjúklingar í krafti peninga fengið forgang að heilbrigðiskerfinu og þar með sér búið að mynda tvöfallt kerfi líkt og í Bandaríkjunum.Ekki gert nema með aðkomu skattborgara „Ég er mjög andvígur þessum áformum og ég segi að ef menn ætla koma hér á tvöföldu heilbrigðskerfi eiga menn að segja það hreint út. Taka þá umræðu í stað þess að lauma sér inn bakdyramegin. Það skal enginn segja mér það að hér verði rekið arðvænlegt einkasjúkrahús eingöngu á innflutningi sjúklinga, hvort sem er í fituaðgerðir eða mjaðmaskipti. Þetta verður ekki gert án aðkomu íslenskra sjúklinga eða íslenskra almannatrygginga, þar með skattborgarans," segir Ögmundur. Bent hefur verið á að ólíklegt sé að einkasjúkrahúsin geti fengið til sín nægilega marga erlenda sjúklinga til að rekstur þeirra borgi sig. Ögmundur segir þetta spurningu sem forsvarsmenn einkasjúkrahúsanna eigi eftir að svara. „Ég spyr hvaða erlendu sjúklingar eru þetta? Eru þetta auðmenn sem greiða úr eigin vasa og einkatryggingum eða á að gera út á almannatryggingar á hinu evrópska efnahagssvæði. Þetta eru spurningar sem við verðum að fá svör við því ég hef efasemdir um að þetta sé góð bissnesshugmynd. Ef þetta er slæm bissnesshugmynd þá mun það gerast, sem iðulega hefur gerst að það verður skattborgarinn sem situr uppi með borga brúsann. Og ég hef engan áhuga á því," segir Ögmundur.Mun ekki grípa inn í áform einkafyrirtækja Hann segist ekki geta gripið inn í áform einkafyrirtækja og sé ekki mótfallinn því að menn stofni fyrirtæki ef þeir beri sjálfir ábyrgð á þeim. „Þetta eru einkaaðilar sem eru að fjalla um þetta og sýsla með þetta. Og í mínum huga á öllum að vera frjálst að setja á laggirnar hvaða fyrirtæki sem þeir vilja. En ef þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir það, eins og ég óttast að verði í þessu tilfelli vil ég að sjálfsögðu vera með í ráðum. Mér finnst að þeir sem eru um þessi mál að fjalla verði að gera miklu betur grein fyrir sínum áformum áður en lengra er haldið," segir Ögmundur. Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Innanríkisráðherra er mjög andvígur áformum um nýja einkarekna spítala og óttast að verið sé að byggja upp tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hann segir alveg ljóst að þessir spítalar verða ekki arðvænlegir án aðkomu íslenskra sjúklinga og skattborgara. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, óttast að menn ætli sér að koma upp tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi, það er einu fyrir þá efnuðu og öðru fyrir þá tekjulægri, með uppbyggingu einkasjúkrastofnanna í Mosfellsbæ og Miðnesheiði.Ná íslenskum sjúklingum með krókaleiðum Í sama streng tekur Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, í aðsendri grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar segist hún ekki skilja ekki hvers vegna einkaaðilar semji ekki við sjúkrastofnanir sem nú eru vannýttar vegna fjárskorts í stað þess að byggja upp sjúkrastofnannir frá grunni. Ingibjörg segist gruna að ætlunin sé að ná íslenskum sjúklingum inn á þessa spítala með krókaleiðum. Þannig geti sjúklingar í krafti peninga fengið forgang að heilbrigðiskerfinu og þar með sér búið að mynda tvöfallt kerfi líkt og í Bandaríkjunum.Ekki gert nema með aðkomu skattborgara „Ég er mjög andvígur þessum áformum og ég segi að ef menn ætla koma hér á tvöföldu heilbrigðskerfi eiga menn að segja það hreint út. Taka þá umræðu í stað þess að lauma sér inn bakdyramegin. Það skal enginn segja mér það að hér verði rekið arðvænlegt einkasjúkrahús eingöngu á innflutningi sjúklinga, hvort sem er í fituaðgerðir eða mjaðmaskipti. Þetta verður ekki gert án aðkomu íslenskra sjúklinga eða íslenskra almannatrygginga, þar með skattborgarans," segir Ögmundur. Bent hefur verið á að ólíklegt sé að einkasjúkrahúsin geti fengið til sín nægilega marga erlenda sjúklinga til að rekstur þeirra borgi sig. Ögmundur segir þetta spurningu sem forsvarsmenn einkasjúkrahúsanna eigi eftir að svara. „Ég spyr hvaða erlendu sjúklingar eru þetta? Eru þetta auðmenn sem greiða úr eigin vasa og einkatryggingum eða á að gera út á almannatryggingar á hinu evrópska efnahagssvæði. Þetta eru spurningar sem við verðum að fá svör við því ég hef efasemdir um að þetta sé góð bissnesshugmynd. Ef þetta er slæm bissnesshugmynd þá mun það gerast, sem iðulega hefur gerst að það verður skattborgarinn sem situr uppi með borga brúsann. Og ég hef engan áhuga á því," segir Ögmundur.Mun ekki grípa inn í áform einkafyrirtækja Hann segist ekki geta gripið inn í áform einkafyrirtækja og sé ekki mótfallinn því að menn stofni fyrirtæki ef þeir beri sjálfir ábyrgð á þeim. „Þetta eru einkaaðilar sem eru að fjalla um þetta og sýsla með þetta. Og í mínum huga á öllum að vera frjálst að setja á laggirnar hvaða fyrirtæki sem þeir vilja. En ef þeir ætlast til þess að ég borgi fyrir það, eins og ég óttast að verði í þessu tilfelli vil ég að sjálfsögðu vera með í ráðum. Mér finnst að þeir sem eru um þessi mál að fjalla verði að gera miklu betur grein fyrir sínum áformum áður en lengra er haldið," segir Ögmundur.
Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu. 21. janúar 2011 12:14
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent