Jarðeðlisfræðingur: Ef þetta er kvika þá er þetta eitthvað nýtt Símon Birgisson skrifar 27. febrúar 2011 18:42 Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjaneshrygg síðastliðna nótt og í dag. Stærsti skjálftinn, fjórir komma tveir á richter varð um klukkan hálf sex síðdegis. Annar litlu minni skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Búast má við aukinni skjálftavirkni á þessu svæði og segir jarðeðlisfræðingur að kvikusöfnun á Krýsuvíkursvæðinu geti verið orsök hræringanna. Sigrún Hreinsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að Krýsuvíkursvæðið hafi alltaf verið frekar virkt. „En núna að undanförnu höfum við verið að skoða atburði sem eru óvenjulegir. Við settum GPS mælitæki í stöð 2007. Í byrjun árs 2009 fór stöðin að sýna þennslu sem gekk síðan til baka en í maí 2010 hefur svæðið verið að rísa aftur. Skjálftavirknin sem við erum að fá núna er afleiðing af þessari þennslu sem er í gangi þarna," segir Sigrún. Hvað gæti útskýrt svona þennslu? „Algengustu þennslusvæðin eru vegna eldvirkni, það er það sem við þekkjum best. En það hefur ekki verið mikið af eldvirkni á Reykjanesi í nokkur hundruð ár. Ef þetta er kvika þá er þetta eitthvað nýtt, alllavega eitthvað sem við höfum ekki séð áður," segir Sigrún. Jarðskjálftinn í morgun var hluti af stórri jarðskjálftahrinu. Hrinan náði hámarki í morgun þegar þrír skjálftar yfir 3 stig á mældust - sá stærsti var upp á fjóra á Richter skalanum. Í Krýsuvíkurskólanum, nokkrum kílómetrum frá upptökum skjálftans sögðu vistmenn, sem fréttastofa ræddi við, að allt hefði leikið á reiðiskjálfi. Fjöldi eftirskjálfta mældust svo í dag. Og er hægt að spá einhverju um framhaldið? „Nei, en fyrst þetta er komið upp í þessa stöðu og heldur áfram má búast við aukinni skjálftavirkni. Við erum með virkt svæði og þegar við bætum svona þennslu þá erum við að auka virknina á þessu svæði," segir Sigrún. Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið á Reykjaneshrygg síðastliðna nótt og í dag. Stærsti skjálftinn, fjórir komma tveir á richter varð um klukkan hálf sex síðdegis. Annar litlu minni skjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Búast má við aukinni skjálftavirkni á þessu svæði og segir jarðeðlisfræðingur að kvikusöfnun á Krýsuvíkursvæðinu geti verið orsök hræringanna. Sigrún Hreinsdóttir, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, segir að Krýsuvíkursvæðið hafi alltaf verið frekar virkt. „En núna að undanförnu höfum við verið að skoða atburði sem eru óvenjulegir. Við settum GPS mælitæki í stöð 2007. Í byrjun árs 2009 fór stöðin að sýna þennslu sem gekk síðan til baka en í maí 2010 hefur svæðið verið að rísa aftur. Skjálftavirknin sem við erum að fá núna er afleiðing af þessari þennslu sem er í gangi þarna," segir Sigrún. Hvað gæti útskýrt svona þennslu? „Algengustu þennslusvæðin eru vegna eldvirkni, það er það sem við þekkjum best. En það hefur ekki verið mikið af eldvirkni á Reykjanesi í nokkur hundruð ár. Ef þetta er kvika þá er þetta eitthvað nýtt, alllavega eitthvað sem við höfum ekki séð áður," segir Sigrún. Jarðskjálftinn í morgun var hluti af stórri jarðskjálftahrinu. Hrinan náði hámarki í morgun þegar þrír skjálftar yfir 3 stig á mældust - sá stærsti var upp á fjóra á Richter skalanum. Í Krýsuvíkurskólanum, nokkrum kílómetrum frá upptökum skjálftans sögðu vistmenn, sem fréttastofa ræddi við, að allt hefði leikið á reiðiskjálfi. Fjöldi eftirskjálfta mældust svo í dag. Og er hægt að spá einhverju um framhaldið? „Nei, en fyrst þetta er komið upp í þessa stöðu og heldur áfram má búast við aukinni skjálftavirkni. Við erum með virkt svæði og þegar við bætum svona þennslu þá erum við að auka virknina á þessu svæði," segir Sigrún.
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira