Fótbolti

Ronaldinho sagður vera á leið til Panathinaikos

Það gætu verið bjartari tímar í vændum hjá gríska félaginu Panathinaikos en prinsinn í Sádi Arabíu, Abdul-Aziz Al Saud, reynir nú að ganga frá kaupum á félaginu.

Hans fyrsta verkefni eftir að hann eignast félagið verður að reyna að kaupa Ronaldinho frá Flamengo.

Prinsinn gerir sér grein fyrir því að ef honum eigi að takast að lokka heimsklassaleikmenn til félagsins verði hann að byrja á því að kaupa þekkta stjörnu. Þar er Ronaldinho efstur á blaði.

Svo öruggur er prinsinn um að Ronaldinho semji við félagið að talsmaður hans hefur gefið út að leikmaðurinn verði í Aþenu 17. desember næstkomandi til þess að semja við félagið.

Hvorki leikmaðurinn né félag hans hafa tjáð sig um þessa meintu brottför hans til Grikklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×