Fótbolti

Þjóðverjar völtuðu yfir Hollendinga

Klose var frábær í kvöld og hann fagnar hér marki sínu.
Klose var frábær í kvöld og hann fagnar hér marki sínu.
Hollendingar fengu á baukinn í Hamborg í kvöld er þeir sóttu heim frábært lið Þjóðverja sem hreinlega yfirspilaði hollenska liðið. Lokatölur 3-0 fyrir Þýskaland.

Yfirburðir Þjóðverja voru talsverðir frá byrjun og stíflan brast strax eftir 15 mínútur er Thomas Müller kom Þjóðverjum yfir eftir góða sendingu frá Miroslav Klose.

Klose skorar helst í öllum landsleikjum og á því varð engin breyting í kvöld er hann skoraði annað mark Þjóðverja tíu mínútum síðar. Klose var ekki hættur því hann lagði upp þriðja markið fyrir Özil á 66. mínútu.

Hollendingar voru ráðlausir gegn sterku liði Þjóðverja sem hefði hæglega getað bætt við mörkum í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×