Fótbolti

Sögulegt hjá Englendingum - tap hjá Ítalíu og jafnt hjá Frökkum

Barry skallar hér að marki en boltinn fór í Majstorovic og í netið.
Barry skallar hér að marki en boltinn fór í Majstorovic og í netið.
England vann sinn fyrsta sigur á Svíum í 43 ár í kvöld með sjálfsmarki Daniel Majstorovic á 21. mínútu. Leikurinn var lítið fyrir augað en sigurinn gladdi heimamenn.

Englendingar unnu því báða leiki sína í landsleikjatörninni en heimsmeistarar Spánverja voru lagðir um helgina.

Aðeins mættu 48.865 á leikinn í kvöld en þetta er í fyrsta sinn síðan 1998 að það mæta undir 50 þúsund manns á landsleik á Wembley. Þá léku Englendingar gegn Tékkum.

Frakkar gerðu síðan markalaust jafntefli við Belga á meðan Ítalía tapaði á heimavelli gegn Úrúgvæ þar sem Sebastian Fernandez skoraði eina mark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×