Íslandsperrarnir leynast víða Kjartan Guðmundsson skrifar 16. apríl 2011 22:00 Rebekka ólst upp í Keflavík en býr nú í Þingholtunum ásamt unnusta sínum. Hún segir Hjaltalín vera að færast í eilítið dekkri og dimmari áttir í sínum tónsmíðum en umfjöllunarefni textanna séu þó svipuð: vangaveltur um ástina og lífið.fréttablaðið/stefán Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fagottleikari hinnar vinsælu hljómsveitar Hjaltalín, er nýkomin heim til Íslands eftir stærsta hljómleikaferðalag sveitarinnar til þessa. Kjartan Guðmundsson ræddi við hana um stóran aðdáendahóp í Þýskalandi, spurninga- og viðtalsþætti sem hún framleiddi sem barn og þá meðvituðu ákvörðun að taka eina ákvörðun um framtíðina. Við höfum farið í þónokkur tónleikaferðalög áður en aldrei svona langt og strangt. Þetta voru 28 tónleikar á einum mánuði. Við byrjuðum í Bretlandi og fórum þaðan yfir á meginland Evrópu, spiluðum í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Tékklandi, Sviss og Austurríki, og þetta var dálítið strembið en ofboðslega gaman. Líklega hefðum við aldrei getað þetta án nightliner-svefnrútunnar sem við fengum á meginlandinu. Þá var bara keyrt á næturnar og á hverjum degi vöknuðum við í nýrri borg, sem var yndislegt," segir Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fagottleikari Hjaltalín, einnar vinsælustu hljómsveitar landsins sem er nýkomin til Íslands eftir veglegt vorferðalag um Evrópu. Hún segir viðtökurnar almennt hafa verið afar góðar, en þó sýnu bestar í París, Mílanó og Prag. „Svo eigum við einhverra hluta vegna stóran og góðan aðdáendahóp í Þýskalandi. Reyndar sjáum við líka á Facebook- og MySpace-síðum Hjaltalín að aðdáendur okkar koma alls staðar að. Það er mjög gaman að sjá að fólk frá Ástralíu, Mexíkó og Perú hefur mikinn áhuga á að fá okkur til sín til að halda tónleika. Við vitum ekki hvernig tónlistin okkar nær svona mikilli dreifingu, en líklega er svarið einfalt: að fólk deili því sem því finnst gott. Kannski er eitthvað af þessu fólki að leita að einhverju aðeins öðruvísi en Lady Gaga. Svo hafa líka margir óþrjótandi áhuga á Íslandi og finnst íslensk tónlist almennt alveg frábær. Svona Íslandsperrar. Þeir leynast víða," segir Rebekka og hlær. Uppreisn gegn fjölskylduhefðHjaltalín var stofnuð af fjórum nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð haustið 2004. Rebekka gekk til liðs við sveitina tveimur árum síðar, 2006, en hún er borin og barnfæddur Keflvíkingur og eyddi mjög stórum hluta æsku sinnar í að læra á hljóðfæri. Fyrst um sinn einbeitti hún sér að píanóleik, svo sellói, og þegar henni fór að leiðast píanóið tók hún þá ákvörðun að fagottið væri hennar hljóðfæri. „Í og með var þetta uppreisn gegn fjölskylduhefðinni, því þar ræður brassið ríkjum. Bæði mamma mín og afi eru trompetleikarar og bróðir minn spilar á franskt horn, svo ég þurfti auðvitað að velja tréblásturshljóðfæri til að vera öðruvísi. Mamma er líka aðstoðarskólastjóri við tónlistarskóla Reykjanesbæjar og þegar ég var lítil sá hún um lúðrasveitina, djasssveitina og ýmislegt fleira. Ég fór því mjög oft í ferðalög með þessum sveitum og þegar ég hafði lært á fagottið gat ég loksins spilað með þeim og orðið að einhverju liði. Svo kom í ljós að það vantaði bassaleikara í djasssveitina svo ég lærði á hann líka og var þá að spila á allt í senn bassa, fagott og selló á tímabili," segir Rebekka, en hún lék um hríð á bassa í keflvísku rokksveitinni Streng sem innihélt meðal annarra stofnmeðlimi hljómsveitarinnar vinsælu Valdimars, sem einnig nýtur mikilla vinsælda nú um stundir. Að sögn Rebekku þykir henni afar vænt um sveitina Streng og segir stefnuna setta á örlitla endurkomu hennar þegar einn meðlimanna snýr aftur heim úr námi í vor. „Kannski höldum við eina tónleika á Paddy's í Keflavík," segir hún. Vildi ekki verða tónlistarmaðurMerkilegt nokk var Rebekka harðákveðin í því að verða ekki tónlistarmaður þegar hún yxi úr grasi, þrátt fyrir þann mikla tíma sem fór í æfingar og spilamennsku. Hún minnist þess hversu gáttaður fagott-kennarinn hennar varð þegar hún tjáði honum á menntaskólaárum að hún stefndi einungis að því að vera áhugamaður í faginu, þegar flestir aðrir nemendur ólu í brjósti sér drauma um að verða atvinnumenn og einleikarar. „Þetta fannst honum alveg ótrúlegt. En ég hef ætlað mér að verða svo margt á lífsleiðinni," segir Rebekka aðspurð. „Ég hef til dæmis lengi haft áhuga á kvikmyndagerð og var mikið að búa til alls kyns þætti þegar ég var ung. Ég gerði meðal annars spurningaþætti og um þrettán ára aldurinn bjuggu ég og frænka mín til nokkra stutta þætti þar sem við gerðum grín að viðtalsþættinum Maður er nefndur, sem við kölluðum Maður er skemmdur. Ég var spyrillinn og frænka mín, sem þá var bara tólf ára, vann leiksigur sem illa málaður „kynvillingur"," segir Rebekka og skellir upp úr. „Þessir þættir eru ennþá til heima hjá mömmu og pabba og væri örugglega þess virði að draga fram einhvern daginn." Hún segist vel geta hugsað sér að starfa við kvikmyndagerð í framtíðinni og hefur þegar fengið smjörþefinn af bransanum, en hún starfaði sem annar aðstoðarleikstjóri við gerð þáttaraðanna Pressu 2 og Hlemmavídeós. Þá sinnti Rebekka starfi verkefnastjóra við kynningu á Degi tónlistarskólanna sem haldinn var hátíðlegur í tuttugasta sinn í febrúar síðastliðnum. Hún kenndi einnig um hríð við tónlistarskóla Reykjanesbæjar og segir almennt starf tónlistarskólanna í landinu standa sér afar nærri. Spurð um deilurnar sem spruttu upp fyrir skemmstu, varðandi fyrirhugaðan niðurskurð á framlögum til tónlistarkennslu í Reykjavík, segist Rebekka varla hafa það í sér að ræða það mál, svo mikið hafi henni blöskrað áformin. „Þetta er í einu orði sagt glatað. Auðvitað skil ég að einhvers staðar þurfi að skera niður, en eins og hefur sýnt sig trekk í trekk er íslensk tónlist afar mikils virði í svo mörgum skilningi. Það er skrýtið að ætla að gera fólki erfiðara fyrir að sækja tónlistarnám." Enn um sinn er það því tónlistin sem á hug Rebekku allan, en varðandi helstu framtíðaráform segist hún í raun hafa tekið þá meðvituðu ákvörðun að taka ekki ákvörðun. „Einhvern tíma kemur kannski að því að ég verð að taka einhvers konar ákvörðun um það hvað ég ætla að verða þegar ég verð orðin stór. Ég verð ekki tuttugu og eitthvað alla ævi," segir hún og glottir. „En sá tími er ekki kominn enn." Þakklát fyrir uppeldiðForeldrar Rebekku eru sjöunda dags aðventistar og ólst hún því upp innan aðventistakirkjunnar svokölluðu, þótt sjálf kalli hún sig ekki sjöunda dags aðventista. Spurð um daglegt líf innan safnaðarins segir Rebekka það að mestu leyti snúast um það hvernig meðlimirnir lifi lífi sínu, komi fram við annað fólk og þar fram eftir götunum. „Foreldrar mínir vildu ekki troða neinu upp á mig þegar ég var ung. Ég tók þá ákvörðun að skírast ekki inn í aðventistakirkjuna og það var ekkert mál af þeirra hálfu. Fólk innan safnaðarins er auðvitað mis-strangtrúað. Mikið er lagt upp úr næringarfræði og því að hugsa vel um líkamann. Til dæmis reykja foreldrar mínir hvorki né drekka og borða ekki svínakjöt og skelfisk, svo dæmi sé tekið, því það er ekki hreint kjöt að þeirra mati. Sjálf er ég nýbyrjuð að smakka skelfisk, því ég ólst upp við að borða hann ekki, og panta mér ekki rétti með svínakjöti á veitingastöðum. En ef við komum á tónleikastað og einungis eru í boði svínaréttir, þá borða ég þá. Það er mjög margt í lífsreglum sjöunda dags aðventista sem ég er þakklát fyrir að hafa alist upp við, þótt ég fylgi því ekki bókstaflega. Ég held að það sé alls ekki galið líferni sem fylgir því að vera í söfnuðinum," segir Rebekka. Dekkri og þyngri HjaltalínÍ aðdraganda nýliðins tónleikaferðalags skelltu Hjaltalín-liðar sér í hljóðverið Sundlaugina í Mosfellsbæ, þar sem sveitin vann að nýju efni. Sveitin hefur hug á að eyða meiri tíma í stúdíói í sumar við upptökur á lögum sem verða á þriðju plötu Hjaltalín, sem kemur til með að fylgja eftir hinni margrómuðu Terminal frá árinu 2009. Aðspurð segir Rebekka ekki enn ljóst hvenær nýja platan lítur dagsins ljós. „Nýju lögin sem við prufukeyrðum á hljómleikaferðalaginu eru dálítið dekkri og þyngri en áður, sem ég fíla mjög vel. Það má því segja að við séum að stefna í örlítið aðra átt í tónsmíðum og stemningu, en umfjöllunarefni textanna verða líklega svipuð. Vangaveltur um lífið og ástina. Þetta venjulega," segir Rebekka að lokum. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fagottleikari hinnar vinsælu hljómsveitar Hjaltalín, er nýkomin heim til Íslands eftir stærsta hljómleikaferðalag sveitarinnar til þessa. Kjartan Guðmundsson ræddi við hana um stóran aðdáendahóp í Þýskalandi, spurninga- og viðtalsþætti sem hún framleiddi sem barn og þá meðvituðu ákvörðun að taka eina ákvörðun um framtíðina. Við höfum farið í þónokkur tónleikaferðalög áður en aldrei svona langt og strangt. Þetta voru 28 tónleikar á einum mánuði. Við byrjuðum í Bretlandi og fórum þaðan yfir á meginland Evrópu, spiluðum í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu, Tékklandi, Sviss og Austurríki, og þetta var dálítið strembið en ofboðslega gaman. Líklega hefðum við aldrei getað þetta án nightliner-svefnrútunnar sem við fengum á meginlandinu. Þá var bara keyrt á næturnar og á hverjum degi vöknuðum við í nýrri borg, sem var yndislegt," segir Rebekka Bryndís Björnsdóttir, fagottleikari Hjaltalín, einnar vinsælustu hljómsveitar landsins sem er nýkomin til Íslands eftir veglegt vorferðalag um Evrópu. Hún segir viðtökurnar almennt hafa verið afar góðar, en þó sýnu bestar í París, Mílanó og Prag. „Svo eigum við einhverra hluta vegna stóran og góðan aðdáendahóp í Þýskalandi. Reyndar sjáum við líka á Facebook- og MySpace-síðum Hjaltalín að aðdáendur okkar koma alls staðar að. Það er mjög gaman að sjá að fólk frá Ástralíu, Mexíkó og Perú hefur mikinn áhuga á að fá okkur til sín til að halda tónleika. Við vitum ekki hvernig tónlistin okkar nær svona mikilli dreifingu, en líklega er svarið einfalt: að fólk deili því sem því finnst gott. Kannski er eitthvað af þessu fólki að leita að einhverju aðeins öðruvísi en Lady Gaga. Svo hafa líka margir óþrjótandi áhuga á Íslandi og finnst íslensk tónlist almennt alveg frábær. Svona Íslandsperrar. Þeir leynast víða," segir Rebekka og hlær. Uppreisn gegn fjölskylduhefðHjaltalín var stofnuð af fjórum nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð haustið 2004. Rebekka gekk til liðs við sveitina tveimur árum síðar, 2006, en hún er borin og barnfæddur Keflvíkingur og eyddi mjög stórum hluta æsku sinnar í að læra á hljóðfæri. Fyrst um sinn einbeitti hún sér að píanóleik, svo sellói, og þegar henni fór að leiðast píanóið tók hún þá ákvörðun að fagottið væri hennar hljóðfæri. „Í og með var þetta uppreisn gegn fjölskylduhefðinni, því þar ræður brassið ríkjum. Bæði mamma mín og afi eru trompetleikarar og bróðir minn spilar á franskt horn, svo ég þurfti auðvitað að velja tréblásturshljóðfæri til að vera öðruvísi. Mamma er líka aðstoðarskólastjóri við tónlistarskóla Reykjanesbæjar og þegar ég var lítil sá hún um lúðrasveitina, djasssveitina og ýmislegt fleira. Ég fór því mjög oft í ferðalög með þessum sveitum og þegar ég hafði lært á fagottið gat ég loksins spilað með þeim og orðið að einhverju liði. Svo kom í ljós að það vantaði bassaleikara í djasssveitina svo ég lærði á hann líka og var þá að spila á allt í senn bassa, fagott og selló á tímabili," segir Rebekka, en hún lék um hríð á bassa í keflvísku rokksveitinni Streng sem innihélt meðal annarra stofnmeðlimi hljómsveitarinnar vinsælu Valdimars, sem einnig nýtur mikilla vinsælda nú um stundir. Að sögn Rebekku þykir henni afar vænt um sveitina Streng og segir stefnuna setta á örlitla endurkomu hennar þegar einn meðlimanna snýr aftur heim úr námi í vor. „Kannski höldum við eina tónleika á Paddy's í Keflavík," segir hún. Vildi ekki verða tónlistarmaðurMerkilegt nokk var Rebekka harðákveðin í því að verða ekki tónlistarmaður þegar hún yxi úr grasi, þrátt fyrir þann mikla tíma sem fór í æfingar og spilamennsku. Hún minnist þess hversu gáttaður fagott-kennarinn hennar varð þegar hún tjáði honum á menntaskólaárum að hún stefndi einungis að því að vera áhugamaður í faginu, þegar flestir aðrir nemendur ólu í brjósti sér drauma um að verða atvinnumenn og einleikarar. „Þetta fannst honum alveg ótrúlegt. En ég hef ætlað mér að verða svo margt á lífsleiðinni," segir Rebekka aðspurð. „Ég hef til dæmis lengi haft áhuga á kvikmyndagerð og var mikið að búa til alls kyns þætti þegar ég var ung. Ég gerði meðal annars spurningaþætti og um þrettán ára aldurinn bjuggu ég og frænka mín til nokkra stutta þætti þar sem við gerðum grín að viðtalsþættinum Maður er nefndur, sem við kölluðum Maður er skemmdur. Ég var spyrillinn og frænka mín, sem þá var bara tólf ára, vann leiksigur sem illa málaður „kynvillingur"," segir Rebekka og skellir upp úr. „Þessir þættir eru ennþá til heima hjá mömmu og pabba og væri örugglega þess virði að draga fram einhvern daginn." Hún segist vel geta hugsað sér að starfa við kvikmyndagerð í framtíðinni og hefur þegar fengið smjörþefinn af bransanum, en hún starfaði sem annar aðstoðarleikstjóri við gerð þáttaraðanna Pressu 2 og Hlemmavídeós. Þá sinnti Rebekka starfi verkefnastjóra við kynningu á Degi tónlistarskólanna sem haldinn var hátíðlegur í tuttugasta sinn í febrúar síðastliðnum. Hún kenndi einnig um hríð við tónlistarskóla Reykjanesbæjar og segir almennt starf tónlistarskólanna í landinu standa sér afar nærri. Spurð um deilurnar sem spruttu upp fyrir skemmstu, varðandi fyrirhugaðan niðurskurð á framlögum til tónlistarkennslu í Reykjavík, segist Rebekka varla hafa það í sér að ræða það mál, svo mikið hafi henni blöskrað áformin. „Þetta er í einu orði sagt glatað. Auðvitað skil ég að einhvers staðar þurfi að skera niður, en eins og hefur sýnt sig trekk í trekk er íslensk tónlist afar mikils virði í svo mörgum skilningi. Það er skrýtið að ætla að gera fólki erfiðara fyrir að sækja tónlistarnám." Enn um sinn er það því tónlistin sem á hug Rebekku allan, en varðandi helstu framtíðaráform segist hún í raun hafa tekið þá meðvituðu ákvörðun að taka ekki ákvörðun. „Einhvern tíma kemur kannski að því að ég verð að taka einhvers konar ákvörðun um það hvað ég ætla að verða þegar ég verð orðin stór. Ég verð ekki tuttugu og eitthvað alla ævi," segir hún og glottir. „En sá tími er ekki kominn enn." Þakklát fyrir uppeldiðForeldrar Rebekku eru sjöunda dags aðventistar og ólst hún því upp innan aðventistakirkjunnar svokölluðu, þótt sjálf kalli hún sig ekki sjöunda dags aðventista. Spurð um daglegt líf innan safnaðarins segir Rebekka það að mestu leyti snúast um það hvernig meðlimirnir lifi lífi sínu, komi fram við annað fólk og þar fram eftir götunum. „Foreldrar mínir vildu ekki troða neinu upp á mig þegar ég var ung. Ég tók þá ákvörðun að skírast ekki inn í aðventistakirkjuna og það var ekkert mál af þeirra hálfu. Fólk innan safnaðarins er auðvitað mis-strangtrúað. Mikið er lagt upp úr næringarfræði og því að hugsa vel um líkamann. Til dæmis reykja foreldrar mínir hvorki né drekka og borða ekki svínakjöt og skelfisk, svo dæmi sé tekið, því það er ekki hreint kjöt að þeirra mati. Sjálf er ég nýbyrjuð að smakka skelfisk, því ég ólst upp við að borða hann ekki, og panta mér ekki rétti með svínakjöti á veitingastöðum. En ef við komum á tónleikastað og einungis eru í boði svínaréttir, þá borða ég þá. Það er mjög margt í lífsreglum sjöunda dags aðventista sem ég er þakklát fyrir að hafa alist upp við, þótt ég fylgi því ekki bókstaflega. Ég held að það sé alls ekki galið líferni sem fylgir því að vera í söfnuðinum," segir Rebekka. Dekkri og þyngri HjaltalínÍ aðdraganda nýliðins tónleikaferðalags skelltu Hjaltalín-liðar sér í hljóðverið Sundlaugina í Mosfellsbæ, þar sem sveitin vann að nýju efni. Sveitin hefur hug á að eyða meiri tíma í stúdíói í sumar við upptökur á lögum sem verða á þriðju plötu Hjaltalín, sem kemur til með að fylgja eftir hinni margrómuðu Terminal frá árinu 2009. Aðspurð segir Rebekka ekki enn ljóst hvenær nýja platan lítur dagsins ljós. „Nýju lögin sem við prufukeyrðum á hljómleikaferðalaginu eru dálítið dekkri og þyngri en áður, sem ég fíla mjög vel. Það má því segja að við séum að stefna í örlítið aðra átt í tónsmíðum og stemningu, en umfjöllunarefni textanna verða líklega svipuð. Vangaveltur um lífið og ástina. Þetta venjulega," segir Rebekka að lokum.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira