Enski boltinn

Sneijder útilokar það ekki að fara til Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder. Mynd/AP
Hollendingurinn Wesley Sneijder vildi ekki útiloka það í gær að hann fengi tækifæri til að spila með Manchester United í næstu framtíð. Sneijder hefur verið sterklega orðaður við United í allt sumar.

„Það er alltaf möguleiki á því að eitthvað gerist. Við verðum bara að bíða og sjá ," sagði Wesley Sneijder við blaðamenn eftir 0-3 tap Inter Milan á móti Manchester City í úrslitaleik Dublin-súperbikarsins í gær.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er búinn að gefa það út að félagið mun ekki kaupa fleiri leikmenn fyrir tímabilið en United þarf líklega að borga 35 milljónir punda fyrir Sneijder.

„Ég er ánægður þar sem ég er en það eru alltaf vangaveltur á hverju einasta ári. Ég hef verið að spila á stóra sviðinu í tíu ár og svona pælingar eru ekkert nýtt fyrir mér," sagði Sneijder.

„Ég er ánægður með að mæta á æfingar á hverjum degi með félögum mínum í Inter og fá tækifæri til að spila fyrir stuðningsmenn Inter og alla þá sem una félaginu. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist," sagði Sneijder.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×