Fótbolti

Trapattoni búinn að skrifa undir nýjan samning til ársins 2014

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Giovanni Trapattoni.
Giovanni Trapattoni. Mynd/Nordic Photos/Getty
Giovanni Trapattoni, hinn 72 ára gamli þjálfari írska landsliðsins, er búinn að skrifa undir nýjan samning við írska knattspyrnusambandið og mun því þjálfa írska landsliðið fram yfir HM í Brasilíu 2014.

Trapattoni, ásamt aðstoðarmönnum sínum Marco Tardelli og Fausto Rossi, kom írska landsliðinu á EM 2012 og Írar eru núna í 21. sætinu á Styrkleikalista FIFA.

„Þeir hafa staðið sig frábærlega og hafa komið okkur á okkar fyrsta stórmót í tíu ár," sagði John Delaney hjá írska knattspyrnusambandinu við BBC.

Trapattoni verður orðinn 75 ára þegar samningur hans rennur út en hann hefur þjálfað írska landsliðið frá árinu 2008. Írar hafa leikið 42 leiki undir hans stjórn, unnið 19 og tapað aðeins 8.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×