Enski boltinn

Liðsfélagi Grétars Rafns í Bolton fótbrotnaði illa í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lee Chung-yong fagnar með Grétari Rafni á síðasta tímabili.
Lee Chung-yong fagnar með Grétari Rafni á síðasta tímabili. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lee Chung-yong, miðjumaður Bolton og suður-kóreska landsliðsins, verður frá níu mánuði eftir að hafa fótbrotnað illa í æfingaleik  Bolton og velska liðsins Newport í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Lee er 23 ára gamall og hefur verið hjá Bolton undanfarin tvö ár. Hann brotnaði á tveimur stöðum neðarlega á hægri fæti eftir slæma tæklingu Tom Miller eftir hálftíma í leiknum í gær sem Bolton vann 3-1. Þjálfari Newport tók Miller strax útaf.

Grétar Rafn Steinsson kom inn á sem varamaður fyrir Ivan Klasnic á 62. mínútu leiksins en Króatinn skorað tvö mörk í leiknum og hefur alls skorað fimm mörk á undirbúningstímabilinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×