Kofi Annan: Við getum öll lært af Íslendingum Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 6. október 2011 21:25 Kofi Annan er hér á landi í boði forseta Íslands. mynd/ anton brink. Kofi Annan, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir öryggisráð SÞ bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á því að sjálfstætt ríki Palestínu verði stofnað. Annan kom til Íslands í dag í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands. Hann mun taka þátt í aldarafmælishátíð Háskólans sem haldin verður á morgun. Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti honum en þeir ræddu við blaðamenn á Bessastöðum á sjötta tímanum í dag. Þar barst talið að málefnum Palestínu sem sótti um að verða sjálfstætt ríki með sjálfsákvörðunarrétt fyrir SÞ í síðasta mánuði. Málið er nú til umfjöllunar á allsherjaþingi SÞ.Ábyrgð SÞ að stofna sjálfstætt ríki Palestínu Árið 1947 samþykktu SÞ ályktun allsherjarþings nr. 181 sem kveður á um stofnun ríkja gyðinga og araba í Palestínu. Ályktunin kom hins vegar aldrei að fullu til framkvæmda þar sem aðeins ríki gyðinga var stofnað í maí 1948. ,,Málefni Palestínu hafa verið til umfjöllunar í langan tíma og persónulega trúi ég því að Sameinuðu þjóðirnar, og þá sérstaklega öryggisráðið, beri nú sögulega, siðferðislega og lagalega ábyrgð á því að ljúka þeirri vinnu sem hófst árið 1948 og komi ályktun nr. 181 til framkvæmda að fullu," sagði Kofi Annan á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag. ,,Ég tel að þeir sem ræða þessi mál nú hjá SÞ ættu að hafa þetta hugfast. Málsaðilar þurfa á hjálp að halda, þeir hafa setið við samningaborðið í tuttugu ár en við höfum séð lítinn sem engan árangur. Alþjóðasamfélagið, SÞ og kvartettinn þurfa að vinna með þeim að því að leysa þetta mál til að tryggja að annað ríki verði stofnað. Það er ábyrgð sem þau þurfa að taka alvarlega," sagði Annan ennfremur sem telur að breyta þurfi skipan öryggisráðsins. ,,Ég hef alltaf haldið því fram að við þurfum að endurskipuleggja öryggisráðið í takt við raunveruleika nútímans. Ekki raunveruleika seinni heimstyrjaldarinnar. Við þurfum að stækka öryggisráðið til að tryggja lýðræði. Auka umboð þess og lögmæti. Ég tel að bæta þurfi ráðið og vona að í náinni framtíð muni aðildarríki þess gera það. Heimurinn er að breytast. Þær stofnanir sem við notum til að stjórna heiminum þurfa því jafnframt að breytast." Annan bendir jafnframt á að mörg stór lönd og landsvæði eigi ekki sæti í ráðinu. ,,Hvernig getur öryggisráðið í dag starfað án þess að Indland hafi þar sæti. Þar á suður-Ameríka ekki eitt einasta sæti. Evrópa á þrjú sæti. Hvernig má réttlæta það?"Háskólinn mikilvægur Annan er á Íslandi til að taka þátt í aldarafmælishátíð Háskóla Íslands. Hann segir hlutverk háskóla heimsins mikilvægt. Ísland sé gott dæmi um það. Ég tel háskóla hafa mikilvægu hlutverki að gegna í stóru samhengi. Þeir gegna stóru hlutverki við að hjálpa okkur að finna lausnir á vandræðum, málefnum og verkefnum hvers dags. Hvort sem það á við að gera ungt fólk reiðubúið til að taka þátt í samfélaginu, kanna og sporna gegn hlýnun jarðar eða finna lausnir á efnahagslegum erfiðleikum sem þjóðir standa frammi fyrir. Ég er viss um að ykkar hagfræði- og fjármálafræðimenn hafa komið með góðar tillögur um hvernir Íslendingar hafa tekist á við kreppuna sem þið fóruð í gegnum. Þið virðist vera vel á veg kominn og tókust á við hana á þann hátt sem við getum öll lært af," sagði Annan. Annan segist vera glaður að vera kominn aftur til Íslands. ,,Ég hugsa með hlýhug um fyrstu heimsókn mín til landsins. Ég gat því einfaldlega ekki neitað því að fagna aldarafmæli Háskóla Íslands með ykkur. Ég þurfti m.a.s. að breyta áætlunum mínum til að vera hér með ykkur. Ég var jafnframt meðvitaður um þær efnahagslegu þrengingar sem þið hafið gengið í gegnum og hvernig þið tókust á við þær. Þetta er auðvitað vandi sem margar þjóðir í evrópu, og um allan heim, glíma við í dag. Ég held að þið getið kennt þeim þjóðum, sem nú standa frammi fyrir slíkum vanda, margt."Smáþjóðir eins og Ísland eiga erindi í alþjóðasamstarf Annan segir það mikilvægt að smáþjóðir taki virkan þátt í samstarfi á alþjóðagrundvelli. Þær hafi oft margt til málana að leggja og eigi því fullt erindi í samtök eins og SÞ. ,,Ég hef alltaf haldið því fram, m.a.s. þegar ég var aðalritari, að enginn megi rugla saman stærð og styrk. Stærðin er mikilvæg en til eru margar smáþjóðir innan SÞ sem slá oft fastar frá sér en ætla má af stærð þeirra." Kofi Annan flytur á morgun upphafsræðuna á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands í tilefni af hundrað ára afmæli skólans. Málþingið ber heitið „Áskoranir 21. aldarinnar" og hefst kl. 13:00 í Háskólabíói. Í fyrramálið heimsækir Kofi Annan í fylgd forseta Hellisheiðarvirkjun þar sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar munu kynna honum kosti jarðhitanýtingar fyrir þróunarlönd, einkum Afríku. Loftslagsmál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Kofi Annan, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir öryggisráð SÞ bera lagalega og siðferðislega ábyrgð á því að sjálfstætt ríki Palestínu verði stofnað. Annan kom til Íslands í dag í boði forseta Íslands og Háskóla Íslands. Hann mun taka þátt í aldarafmælishátíð Háskólans sem haldin verður á morgun. Ólafur Ragnar Grímsson tók á móti honum en þeir ræddu við blaðamenn á Bessastöðum á sjötta tímanum í dag. Þar barst talið að málefnum Palestínu sem sótti um að verða sjálfstætt ríki með sjálfsákvörðunarrétt fyrir SÞ í síðasta mánuði. Málið er nú til umfjöllunar á allsherjaþingi SÞ.Ábyrgð SÞ að stofna sjálfstætt ríki Palestínu Árið 1947 samþykktu SÞ ályktun allsherjarþings nr. 181 sem kveður á um stofnun ríkja gyðinga og araba í Palestínu. Ályktunin kom hins vegar aldrei að fullu til framkvæmda þar sem aðeins ríki gyðinga var stofnað í maí 1948. ,,Málefni Palestínu hafa verið til umfjöllunar í langan tíma og persónulega trúi ég því að Sameinuðu þjóðirnar, og þá sérstaklega öryggisráðið, beri nú sögulega, siðferðislega og lagalega ábyrgð á því að ljúka þeirri vinnu sem hófst árið 1948 og komi ályktun nr. 181 til framkvæmda að fullu," sagði Kofi Annan á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag. ,,Ég tel að þeir sem ræða þessi mál nú hjá SÞ ættu að hafa þetta hugfast. Málsaðilar þurfa á hjálp að halda, þeir hafa setið við samningaborðið í tuttugu ár en við höfum séð lítinn sem engan árangur. Alþjóðasamfélagið, SÞ og kvartettinn þurfa að vinna með þeim að því að leysa þetta mál til að tryggja að annað ríki verði stofnað. Það er ábyrgð sem þau þurfa að taka alvarlega," sagði Annan ennfremur sem telur að breyta þurfi skipan öryggisráðsins. ,,Ég hef alltaf haldið því fram að við þurfum að endurskipuleggja öryggisráðið í takt við raunveruleika nútímans. Ekki raunveruleika seinni heimstyrjaldarinnar. Við þurfum að stækka öryggisráðið til að tryggja lýðræði. Auka umboð þess og lögmæti. Ég tel að bæta þurfi ráðið og vona að í náinni framtíð muni aðildarríki þess gera það. Heimurinn er að breytast. Þær stofnanir sem við notum til að stjórna heiminum þurfa því jafnframt að breytast." Annan bendir jafnframt á að mörg stór lönd og landsvæði eigi ekki sæti í ráðinu. ,,Hvernig getur öryggisráðið í dag starfað án þess að Indland hafi þar sæti. Þar á suður-Ameríka ekki eitt einasta sæti. Evrópa á þrjú sæti. Hvernig má réttlæta það?"Háskólinn mikilvægur Annan er á Íslandi til að taka þátt í aldarafmælishátíð Háskóla Íslands. Hann segir hlutverk háskóla heimsins mikilvægt. Ísland sé gott dæmi um það. Ég tel háskóla hafa mikilvægu hlutverki að gegna í stóru samhengi. Þeir gegna stóru hlutverki við að hjálpa okkur að finna lausnir á vandræðum, málefnum og verkefnum hvers dags. Hvort sem það á við að gera ungt fólk reiðubúið til að taka þátt í samfélaginu, kanna og sporna gegn hlýnun jarðar eða finna lausnir á efnahagslegum erfiðleikum sem þjóðir standa frammi fyrir. Ég er viss um að ykkar hagfræði- og fjármálafræðimenn hafa komið með góðar tillögur um hvernir Íslendingar hafa tekist á við kreppuna sem þið fóruð í gegnum. Þið virðist vera vel á veg kominn og tókust á við hana á þann hátt sem við getum öll lært af," sagði Annan. Annan segist vera glaður að vera kominn aftur til Íslands. ,,Ég hugsa með hlýhug um fyrstu heimsókn mín til landsins. Ég gat því einfaldlega ekki neitað því að fagna aldarafmæli Háskóla Íslands með ykkur. Ég þurfti m.a.s. að breyta áætlunum mínum til að vera hér með ykkur. Ég var jafnframt meðvitaður um þær efnahagslegu þrengingar sem þið hafið gengið í gegnum og hvernig þið tókust á við þær. Þetta er auðvitað vandi sem margar þjóðir í evrópu, og um allan heim, glíma við í dag. Ég held að þið getið kennt þeim þjóðum, sem nú standa frammi fyrir slíkum vanda, margt."Smáþjóðir eins og Ísland eiga erindi í alþjóðasamstarf Annan segir það mikilvægt að smáþjóðir taki virkan þátt í samstarfi á alþjóðagrundvelli. Þær hafi oft margt til málana að leggja og eigi því fullt erindi í samtök eins og SÞ. ,,Ég hef alltaf haldið því fram, m.a.s. þegar ég var aðalritari, að enginn megi rugla saman stærð og styrk. Stærðin er mikilvæg en til eru margar smáþjóðir innan SÞ sem slá oft fastar frá sér en ætla má af stærð þeirra." Kofi Annan flytur á morgun upphafsræðuna á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands í tilefni af hundrað ára afmæli skólans. Málþingið ber heitið „Áskoranir 21. aldarinnar" og hefst kl. 13:00 í Háskólabíói. Í fyrramálið heimsækir Kofi Annan í fylgd forseta Hellisheiðarvirkjun þar sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar munu kynna honum kosti jarðhitanýtingar fyrir þróunarlönd, einkum Afríku.
Loftslagsmál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira