Dæmd fyrir brot gegn valdstjórninni Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2011 10:57 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður tjáir sig um dóminn. Mynd/ GVA. Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur segir enga vísbendingu vera um að þau sem ákærð voru fyrir árás á Alþingi hafi ætlað að aðhafast annað en að láta heyra í sér mótmæli vegna ástandsins í landinu frá þingpöllunum. Verður með engu móti talið að fyrir þeim hafi vakað að reyna að kúga Alþingi eða að athafnir þeirra geti talist vera sú árás á þingið að sjálfræði þess hafi verið hætta búin. Á þessari forsendu eru nímenningarnir sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi, segir í dómnum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun voru tveir nímenninganna dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í morgun. Báðir eru þeir dæmdir fyrir brot gegn valdstjórninni. Andri Leó Lemarquis var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að bíta tvo lögreglumenn. Þór Sigurðsson var hins vegar dæmdur fyrir að hafa með ofbeldi hindrað þingvörð í því að gegna störfum sínum með því að halda opnum dyrum þótt þingvörðurinn hafi reynt að loka dyrunum. Steinunn Gunnlaugsdóttir fékk 100 þúsund krónu sekt fyrir að fara inn fyrir gulan lögregluborða fyrir utan Alþingishúsið og Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir að halda þingverði föstum. Það voru héraðsdómararnir Pétur Guðgeirsson, Arngrímur Ísberg og Jón Finnbjörnsson sem kváðu upp dóminn. Tengdar fréttir Verjandinn: Þetta er sorgarsaga Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fjögurra af nímenningunum svokölluðu, segir nýfallinn dóm vera dapurlegan. Honum finnst málið allt vera ein löng sorgarsaga og þykir miður að dómar yfir einmitt þessu fólki séu fyrstu viðbrögð dómstóla og ákæruvaldsins við eftirmálum hrunsins. Spurður hvort honum hafi komið dómurinn á óvart segir hann: „Ég vissi svosem ekki við hverju ég átti að búast. Ég gat búist við öllu." Ekki liggur fyrir hvort dómunum verður áfrýjað en bæði geta þau dæmdu áfrýjað til Hæstaréttar, sem og saksóknari. 16. febrúar 2011 09:03 Birgitta: Minnir á Saving Iceland Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir dóm yfir fjórum af nímenningunum svokölluðu ekki koma sér á óvart. Birgitta mætti niður í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd uppkvaðningu dómsins en náði ekki að vera á meðal þeirra 25 sem fengu að fara inn í dómsalinn áður en honum var lokað vegna fjöldatakmarkana. 16. febrúar 2011 09:32 Tveir fara á skilorð og tvær greiða sekt: Dómarnir vonbrigði Andri Leó Lemarquis hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. Þór Sigurðsson var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. 16. febrúar 2011 08:42 Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr. 16. febrúar 2011 08:30 Dæmt í máli níumenninganna í dag Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008. 16. febrúar 2011 07:03 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur segir enga vísbendingu vera um að þau sem ákærð voru fyrir árás á Alþingi hafi ætlað að aðhafast annað en að láta heyra í sér mótmæli vegna ástandsins í landinu frá þingpöllunum. Verður með engu móti talið að fyrir þeim hafi vakað að reyna að kúga Alþingi eða að athafnir þeirra geti talist vera sú árás á þingið að sjálfræði þess hafi verið hætta búin. Á þessari forsendu eru nímenningarnir sýknaðir af ákæru fyrir árás á Alþingi, segir í dómnum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun voru tveir nímenninganna dæmdir í skilorðsbundið fangelsi í morgun. Báðir eru þeir dæmdir fyrir brot gegn valdstjórninni. Andri Leó Lemarquis var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að bíta tvo lögreglumenn. Þór Sigurðsson var hins vegar dæmdur fyrir að hafa með ofbeldi hindrað þingvörð í því að gegna störfum sínum með því að halda opnum dyrum þótt þingvörðurinn hafi reynt að loka dyrunum. Steinunn Gunnlaugsdóttir fékk 100 þúsund krónu sekt fyrir að fara inn fyrir gulan lögregluborða fyrir utan Alþingishúsið og Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir að halda þingverði föstum. Það voru héraðsdómararnir Pétur Guðgeirsson, Arngrímur Ísberg og Jón Finnbjörnsson sem kváðu upp dóminn.
Tengdar fréttir Verjandinn: Þetta er sorgarsaga Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fjögurra af nímenningunum svokölluðu, segir nýfallinn dóm vera dapurlegan. Honum finnst málið allt vera ein löng sorgarsaga og þykir miður að dómar yfir einmitt þessu fólki séu fyrstu viðbrögð dómstóla og ákæruvaldsins við eftirmálum hrunsins. Spurður hvort honum hafi komið dómurinn á óvart segir hann: „Ég vissi svosem ekki við hverju ég átti að búast. Ég gat búist við öllu." Ekki liggur fyrir hvort dómunum verður áfrýjað en bæði geta þau dæmdu áfrýjað til Hæstaréttar, sem og saksóknari. 16. febrúar 2011 09:03 Birgitta: Minnir á Saving Iceland Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir dóm yfir fjórum af nímenningunum svokölluðu ekki koma sér á óvart. Birgitta mætti niður í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd uppkvaðningu dómsins en náði ekki að vera á meðal þeirra 25 sem fengu að fara inn í dómsalinn áður en honum var lokað vegna fjöldatakmarkana. 16. febrúar 2011 09:32 Tveir fara á skilorð og tvær greiða sekt: Dómarnir vonbrigði Andri Leó Lemarquis hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. Þór Sigurðsson var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. 16. febrúar 2011 08:42 Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr. 16. febrúar 2011 08:30 Dæmt í máli níumenninganna í dag Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008. 16. febrúar 2011 07:03 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Verjandinn: Þetta er sorgarsaga Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fjögurra af nímenningunum svokölluðu, segir nýfallinn dóm vera dapurlegan. Honum finnst málið allt vera ein löng sorgarsaga og þykir miður að dómar yfir einmitt þessu fólki séu fyrstu viðbrögð dómstóla og ákæruvaldsins við eftirmálum hrunsins. Spurður hvort honum hafi komið dómurinn á óvart segir hann: „Ég vissi svosem ekki við hverju ég átti að búast. Ég gat búist við öllu." Ekki liggur fyrir hvort dómunum verður áfrýjað en bæði geta þau dæmdu áfrýjað til Hæstaréttar, sem og saksóknari. 16. febrúar 2011 09:03
Birgitta: Minnir á Saving Iceland Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir dóm yfir fjórum af nímenningunum svokölluðu ekki koma sér á óvart. Birgitta mætti niður í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd uppkvaðningu dómsins en náði ekki að vera á meðal þeirra 25 sem fengu að fara inn í dómsalinn áður en honum var lokað vegna fjöldatakmarkana. 16. febrúar 2011 09:32
Tveir fara á skilorð og tvær greiða sekt: Dómarnir vonbrigði Andri Leó Lemarquis hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna mótmæla við Alþingi í desember 2008. Þór Sigurðsson var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi. 16. febrúar 2011 08:42
Tugir manns bíða átekta í héraðsdómi Dómur verður kveðinn upp nú klukkan hálf níu í máli nímenninganna svokölluðu sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi. Þriggja daga aðalmeðferð í málinu var í janúar. Verði níumenningarnir sakfelldir, geta þeir átt yfir höfði sér fangelsisvist allt frá einu ári og upp úr. 16. febrúar 2011 08:30
Dæmt í máli níumenninganna í dag Dómur verður kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum svonefndu í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf níu, en þeir eru ákærðir fyrir árás á Alþingi í desember árið 2008. 16. febrúar 2011 07:03