Innlent

Birgitta: Minnir á Saving Iceland

Birgitta Jónsdóttir fylgdist vel með aðalmeðferð málsins og mætti aftur í morgun í Héraðsdóm
Birgitta Jónsdóttir fylgdist vel með aðalmeðferð málsins og mætti aftur í morgun í Héraðsdóm Mynd: Stefán Karlsson
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir dóm yfir fjórum af nímenningunum svokölluðu ekki koma sér á óvart. Birgitta mætti niður í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að vera viðstödd uppkvaðningu dómsins en náði ekki að vera á meðal þeirra 25 sem fengu að fara inn í dómsalinn áður en honum var lokað vegna fjöldatakmarkana.

Birgitta segir í samtali við fréttamann Vísis sem er staddur í Héraðsdómi að dómurinn sé í takt við það sem hún átti von á, það er að sakfellt sé fyrir minniháttar brot. Hún segir að þessi niðurstaða minni sig á dóm sem var kveðinn upp yfir liðsmönnum náttúruverndarhreyfingarinnar Saving Iceland. Þeir voru þá ákærðir fyrir meiriháttar eignaspjöll en síðan sakfelldir fyrir minni brot.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×