Innlent

Verjandinn: Þetta er sorgarsaga

Ragnari finnst dapurlegt að þessir dómar séu fyrstu viðbrögð dómstóla við eftirmálum hrunsins
Ragnari finnst dapurlegt að þessir dómar séu fyrstu viðbrögð dómstóla við eftirmálum hrunsins Mynd: Stefán Karlsson
Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fjögurra af nímenningunum svokölluðu, segir nýfallinn dóm vera dapurlegan. Honum finnst málið allt vera ein löng sorgarsaga og þykir miður að dómar yfir einmitt þessu fólki séu fyrstu viðbrögð dómstóla og ákæruvaldsins við eftirmálum hrunsins.

Spurður hvort honum hafi komið dómurinn á óvart segir hann: „Ég vissi svosem ekki við hverju ég átti að búast. Ég gat búist við öllu."

Ekki liggur fyrir hvort dómunum verður áfrýjað en bæði geta þau dæmdu áfrýjað til Hæstaréttar, sem og saksóknari.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×