Fótbolti

Shevchenko ætlar að hætta eftir EM 2012

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko ætlar að leggja skóna á hilluna eftir að úrslitakeppni EM verður haldin í heimalandi hans á næsta ári.

EM 2012 verður haldið í Úkraínu og Póllandi en Shevchenko hefur verið lykilmaður í landsliði Úkraínu í mörg ár.

„Ég hef ákveðið að hætta strax eftir EM 2012,“ sagði Shevchenko sem hefur á ferlinum leikið með AC Milan og Chelsea. Nú leikur hann með Dynamo Kiev í heimalandinu.

„Það er mín lokaákvörðun. Við ætlum að standa okkur vel á heimavelli og ég tel að við eigum möguleika á titlinum ef lukkan verður líka á okkar bandi,“ sagði hinn 34 ára gamli Shevchenko.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×