Fótbolti

Klose ekki með í næstu landsleikjum Þýskalands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Miroslav Klose er meiddur og verður ekki með þýska landsliðinu þegar að liðið mætir Austurríki og Aserbaídsjan í undankeppni EM 2012 í næsta mánuði.

Klose meiddist í æfingaleik með Þjóðverjum gegn Úrúgvæ í gær en hann kom inn á sem varamaður. Klose hlaut skaða á rifbeini og þarf að hvíla í nokkra daga.

Þýskaland mætir grönnum sínum frá Austurríki á föstudaginn og svo gegn Aserum fjórum dögum síðar.

„Það er óheppilegt að missa Miro og við vonum að hann verði fljótur að jafna sig,“ sagði landsliðsþjálfarinn Joachim Löw.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×