Fótbolti

Olsen hefur áhyggjur af Laugardalsvelli

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Morten Olsen.
Morten Olsen.
Morten Olsen, landsliðsþjálfari Danmerkur, óttast að Laugardalsvöllur verði ekki í nógu góðu ástandi þegar Ísland tekur á móti Dönum á laugardag.

"Veturinn á Íslandi var lengri en venjulega og svo hef ég heyrt að völlurinn sé ekki nógu góður. Við getum því ekki spilað okkar besta bolta á þessum velli. Ég veit heldur ekki hvort öskuskýið hafi gert vellinum gott," sagði Olsen við danska fjölmiðla.

Hann fylgist greinilega ekki nógu vel með fréttum því eins og allir vita var öskufallið á höfuðborgarsvæðinu lítið og hefur ekki haft áhrif á völlinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×