Fótbolti

Beckham og félagar slógu Henry og Red Bulls úr keppni

Becks og Landon Donovan á ferðinni í nótt. Donovan skoraði sigurmarkið úr víti sem Beckham fiskaði.
Becks og Landon Donovan á ferðinni í nótt. Donovan skoraði sigurmarkið úr víti sem Beckham fiskaði.
David Beckham sýndi og sannaði í nótt að hann er ekki að tala neina þvælu þegar hann segist vera í toppformi. Beckham var þá maðurinn á bakvið 2-1 sigur LA Galaxy á NY Red Bulls í undanúrslitum Vesturdeildar MLS-deildarinnar.

Þetta var seinni leikur liðanna en Galaxy vann rimmuna 3-1 og er komið í úrslit Vesturdeildarinnar. Beckham lagði upp fyrra mark Galaxy og krækti í vítið sem tryggði liðinu sigur í leiknum.

Beckham er að klára sitt fimmta tímabil með Galaxy og hann segist aldrei hafa notið sín eins vel og á þessu tímabili.

Leikmaðurinn var sem fyrr spurður um framhaldið eftir leikinn en Beckham segist ekkert vera farinn að pæla í því. Samningur Beckhams við Galaxy rennur út eftir tímabilið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×