Fótbolti

Rooney um rauða spjaldið: Þetta var heimskulegt hjá mér

Rooney svekktur eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
Rooney svekktur eftir að hafa fengið rauða spjaldið.
Wayne Rooney hefur lítið tjáð sig um þriggja leikja bannið sem hann fékk fyrir að sparka í leikmann Svartfjallalands á dögunum. Bannið sem gerir það að verkum að hann mun missa af riðlakeppni EM.

Rooney viðurkennir að vera niðurbrotinn maður yfir þessu atviki en hann kennir engum nema sjálfum sér um þennan kjánaskap.

"Að sjálfsögðu er ég algjörlega miður mín en ég get engum kennt um nema mér sjálfum þannig að ég get ekki kvartað. Þetta var heimskulegt af mér og ég sá eftir þessu um leið og ég var búinn að brjóta af mér. Það er engin afsökun fyrir svona hegðun en mér finnst þriggja leikja bann samt hörð refsing. Þessi harða refsing olli mér vonbrigðum," sagði Rooney.

"Það myndi breyta miklu ef bannið yrði minnkað um einn leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×