Segja kvenmenn, homma og útlendinga niðurlægða í Borgarleikhúsinu 4. nóvember 2011 12:59 Auglýsing leikritsins gefur kannski ágæta hugmynd um inntak greinarinnar á FLÍ. Leikhúskonurnar Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, gagnrýna leikhússtjóra Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórðarson, harðlega fyrir uppsetningu sína á grínleikritinu Nei, ráðherra. Þær skora meðal annars á Magnús að ráða kynjafræðing til þess að aðstoða við uppsetningu leiksýninga í Borgarleikhúsinu, þar sem leikritið er sýnt. Konurnar, sem eru samstarfskonur í leikhópnum Kviss búmm bang, fóru á leiksýninguna í Borgarleikhúsinu, fyrr á árinu, og var ofboðið. Þær saka leikhússtjórann um að viðhalda niðurlægjandi birtingarmyndum á staðalímyndum kvenna, útlendinga og homma í opinni grein sem þær rituðu og birtist á heimasíðu Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). Þar segir meðal annars: „Áður en við gengum út (í hléi) höfðu tvær kvenpersónur stigið á svið. Önnur var í korseletti allan tímann, hún baðst ítrekað afsökunar á sjálfri sér, fékk engu ráðið um nokkurn skapaðan hlut og salurinn hló að því þegar mismunandi menn gripu um brjóstin á henni og einn skvetti framan í hana vatni. Hvað er fyndnara en niðurlægð, örvingluð, hálfnakin kona? Hinn kvenkarakterinn var kona sem hafði eitt verkefni þennan fyrri part; að koma handklæðum inn á bað. En konan sú, sem átti að leika útlending, var bara svo vitlaus að hún gat ómögulega komið handklæðunum fyrir á réttan máta." Í kjölfarið sendu konurnar bréf til Magnúsar, sem leikstýrði einnig sýningunni, þar sem þær lýstu yfir vonbrigðum sínum og þær birtingarmyndir sem í leikritinu væri að finna. Svarið sem barst olli þeim talsverðum vonbrigðum. „Við lestur svarsins, þar sem Magnús Geir bar t.d. saman nekt Láru Jóhönnu í Nei ráðherra! við nekt Þrastar Leó í Gauragangi, áttuðum við okkur á því að við værum ekki að tala sama tungumálið," skrifuðu þær. Í lok greinarinnar á heimasíðu FLÍ hvetja þær leikhússtjórann til þess að sækja sér og starfsfólki sínu grunnmenntun í kynjafræðum. Leikritið Nei, ráðherra er breskt og hefur meðal annars hlotið Olivier-verðlaun sem besti gamanleikurinn í Bretlandi. Það er Ray Cooney sem samdi leikritið. Íslendingar þekkja vel til verka hans, en leikritin hans Með vífið í lúkunum, Tveir tvöfaldir og Viltu finna milljón? hafa öll notið vinsælda hér á landi. Þess má reyndar geta að staðfærsla Nei ráðherra og þýðing þess, var í höndum Gísla Rúnars Jónssonar, sem hefur gert garðinn frægan undanfarið með grínþáttunum, Kexverksmiðjan, í ríkissjónvarpinu. Greinina má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4. nóvember 2011 15:16 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Leikhúskonurnar Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, gagnrýna leikhússtjóra Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórðarson, harðlega fyrir uppsetningu sína á grínleikritinu Nei, ráðherra. Þær skora meðal annars á Magnús að ráða kynjafræðing til þess að aðstoða við uppsetningu leiksýninga í Borgarleikhúsinu, þar sem leikritið er sýnt. Konurnar, sem eru samstarfskonur í leikhópnum Kviss búmm bang, fóru á leiksýninguna í Borgarleikhúsinu, fyrr á árinu, og var ofboðið. Þær saka leikhússtjórann um að viðhalda niðurlægjandi birtingarmyndum á staðalímyndum kvenna, útlendinga og homma í opinni grein sem þær rituðu og birtist á heimasíðu Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). Þar segir meðal annars: „Áður en við gengum út (í hléi) höfðu tvær kvenpersónur stigið á svið. Önnur var í korseletti allan tímann, hún baðst ítrekað afsökunar á sjálfri sér, fékk engu ráðið um nokkurn skapaðan hlut og salurinn hló að því þegar mismunandi menn gripu um brjóstin á henni og einn skvetti framan í hana vatni. Hvað er fyndnara en niðurlægð, örvingluð, hálfnakin kona? Hinn kvenkarakterinn var kona sem hafði eitt verkefni þennan fyrri part; að koma handklæðum inn á bað. En konan sú, sem átti að leika útlending, var bara svo vitlaus að hún gat ómögulega komið handklæðunum fyrir á réttan máta." Í kjölfarið sendu konurnar bréf til Magnúsar, sem leikstýrði einnig sýningunni, þar sem þær lýstu yfir vonbrigðum sínum og þær birtingarmyndir sem í leikritinu væri að finna. Svarið sem barst olli þeim talsverðum vonbrigðum. „Við lestur svarsins, þar sem Magnús Geir bar t.d. saman nekt Láru Jóhönnu í Nei ráðherra! við nekt Þrastar Leó í Gauragangi, áttuðum við okkur á því að við værum ekki að tala sama tungumálið," skrifuðu þær. Í lok greinarinnar á heimasíðu FLÍ hvetja þær leikhússtjórann til þess að sækja sér og starfsfólki sínu grunnmenntun í kynjafræðum. Leikritið Nei, ráðherra er breskt og hefur meðal annars hlotið Olivier-verðlaun sem besti gamanleikurinn í Bretlandi. Það er Ray Cooney sem samdi leikritið. Íslendingar þekkja vel til verka hans, en leikritin hans Með vífið í lúkunum, Tveir tvöfaldir og Viltu finna milljón? hafa öll notið vinsælda hér á landi. Þess má reyndar geta að staðfærsla Nei ráðherra og þýðing þess, var í höndum Gísla Rúnars Jónssonar, sem hefur gert garðinn frægan undanfarið með grínþáttunum, Kexverksmiðjan, í ríkissjónvarpinu. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4. nóvember 2011 15:16 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4. nóvember 2011 15:16