Segja kvenmenn, homma og útlendinga niðurlægða í Borgarleikhúsinu 4. nóvember 2011 12:59 Auglýsing leikritsins gefur kannski ágæta hugmynd um inntak greinarinnar á FLÍ. Leikhúskonurnar Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, gagnrýna leikhússtjóra Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórðarson, harðlega fyrir uppsetningu sína á grínleikritinu Nei, ráðherra. Þær skora meðal annars á Magnús að ráða kynjafræðing til þess að aðstoða við uppsetningu leiksýninga í Borgarleikhúsinu, þar sem leikritið er sýnt. Konurnar, sem eru samstarfskonur í leikhópnum Kviss búmm bang, fóru á leiksýninguna í Borgarleikhúsinu, fyrr á árinu, og var ofboðið. Þær saka leikhússtjórann um að viðhalda niðurlægjandi birtingarmyndum á staðalímyndum kvenna, útlendinga og homma í opinni grein sem þær rituðu og birtist á heimasíðu Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). Þar segir meðal annars: „Áður en við gengum út (í hléi) höfðu tvær kvenpersónur stigið á svið. Önnur var í korseletti allan tímann, hún baðst ítrekað afsökunar á sjálfri sér, fékk engu ráðið um nokkurn skapaðan hlut og salurinn hló að því þegar mismunandi menn gripu um brjóstin á henni og einn skvetti framan í hana vatni. Hvað er fyndnara en niðurlægð, örvingluð, hálfnakin kona? Hinn kvenkarakterinn var kona sem hafði eitt verkefni þennan fyrri part; að koma handklæðum inn á bað. En konan sú, sem átti að leika útlending, var bara svo vitlaus að hún gat ómögulega komið handklæðunum fyrir á réttan máta." Í kjölfarið sendu konurnar bréf til Magnúsar, sem leikstýrði einnig sýningunni, þar sem þær lýstu yfir vonbrigðum sínum og þær birtingarmyndir sem í leikritinu væri að finna. Svarið sem barst olli þeim talsverðum vonbrigðum. „Við lestur svarsins, þar sem Magnús Geir bar t.d. saman nekt Láru Jóhönnu í Nei ráðherra! við nekt Þrastar Leó í Gauragangi, áttuðum við okkur á því að við værum ekki að tala sama tungumálið," skrifuðu þær. Í lok greinarinnar á heimasíðu FLÍ hvetja þær leikhússtjórann til þess að sækja sér og starfsfólki sínu grunnmenntun í kynjafræðum. Leikritið Nei, ráðherra er breskt og hefur meðal annars hlotið Olivier-verðlaun sem besti gamanleikurinn í Bretlandi. Það er Ray Cooney sem samdi leikritið. Íslendingar þekkja vel til verka hans, en leikritin hans Með vífið í lúkunum, Tveir tvöfaldir og Viltu finna milljón? hafa öll notið vinsælda hér á landi. Þess má reyndar geta að staðfærsla Nei ráðherra og þýðing þess, var í höndum Gísla Rúnars Jónssonar, sem hefur gert garðinn frægan undanfarið með grínþáttunum, Kexverksmiðjan, í ríkissjónvarpinu. Greinina má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4. nóvember 2011 15:16 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Leikhúskonurnar Eva Björk Kaaber, Eva Rún Snorradóttir og Vilborg Ólafsdóttir, gagnrýna leikhússtjóra Borgarleikhússins, Magnús Geir Þórðarson, harðlega fyrir uppsetningu sína á grínleikritinu Nei, ráðherra. Þær skora meðal annars á Magnús að ráða kynjafræðing til þess að aðstoða við uppsetningu leiksýninga í Borgarleikhúsinu, þar sem leikritið er sýnt. Konurnar, sem eru samstarfskonur í leikhópnum Kviss búmm bang, fóru á leiksýninguna í Borgarleikhúsinu, fyrr á árinu, og var ofboðið. Þær saka leikhússtjórann um að viðhalda niðurlægjandi birtingarmyndum á staðalímyndum kvenna, útlendinga og homma í opinni grein sem þær rituðu og birtist á heimasíðu Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). Þar segir meðal annars: „Áður en við gengum út (í hléi) höfðu tvær kvenpersónur stigið á svið. Önnur var í korseletti allan tímann, hún baðst ítrekað afsökunar á sjálfri sér, fékk engu ráðið um nokkurn skapaðan hlut og salurinn hló að því þegar mismunandi menn gripu um brjóstin á henni og einn skvetti framan í hana vatni. Hvað er fyndnara en niðurlægð, örvingluð, hálfnakin kona? Hinn kvenkarakterinn var kona sem hafði eitt verkefni þennan fyrri part; að koma handklæðum inn á bað. En konan sú, sem átti að leika útlending, var bara svo vitlaus að hún gat ómögulega komið handklæðunum fyrir á réttan máta." Í kjölfarið sendu konurnar bréf til Magnúsar, sem leikstýrði einnig sýningunni, þar sem þær lýstu yfir vonbrigðum sínum og þær birtingarmyndir sem í leikritinu væri að finna. Svarið sem barst olli þeim talsverðum vonbrigðum. „Við lestur svarsins, þar sem Magnús Geir bar t.d. saman nekt Láru Jóhönnu í Nei ráðherra! við nekt Þrastar Leó í Gauragangi, áttuðum við okkur á því að við værum ekki að tala sama tungumálið," skrifuðu þær. Í lok greinarinnar á heimasíðu FLÍ hvetja þær leikhússtjórann til þess að sækja sér og starfsfólki sínu grunnmenntun í kynjafræðum. Leikritið Nei, ráðherra er breskt og hefur meðal annars hlotið Olivier-verðlaun sem besti gamanleikurinn í Bretlandi. Það er Ray Cooney sem samdi leikritið. Íslendingar þekkja vel til verka hans, en leikritin hans Með vífið í lúkunum, Tveir tvöfaldir og Viltu finna milljón? hafa öll notið vinsælda hér á landi. Þess má reyndar geta að staðfærsla Nei ráðherra og þýðing þess, var í höndum Gísla Rúnars Jónssonar, sem hefur gert garðinn frægan undanfarið með grínþáttunum, Kexverksmiðjan, í ríkissjónvarpinu. Greinina má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4. nóvember 2011 15:16 Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Magnús Geir: Viðhorf sem dæmir sig sjálft "Það öfgafulla viðhorf, sem fram kemur í greininni, dæmir sig í raun sjálft," segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins og leikstjóri leikritsins, Nei, ráðherra. Listakonurnar í leikhópnum Kviss bang búmm gagnrýndu Magnús harðlega í opinni grein, sem birtist á vef Félags leikstjóra á Íslandi (FLÍ). 4. nóvember 2011 15:16
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels