Til í allt með Steinda Jr. 18. apríl 2011 11:00 María segir suma hafa hneykslast á frammistöðu hennar í sjónvarpi. Hún segist þó halda sig réttu megin við strikið. Fréttablaðið/Valli „Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. Húmorinn í Steindanum okkar er oft grófari en gengur og gerist í íslensku gríni. María segir að Steinda hafi samt aldrei tekist að hneyksla sig þegar hann ber undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt," segir María og hlær. „Það getur ekki orðið verra!" Samstarf hennar og Steinda er raunar svo gott að hún hefur aldrei nokkurn tíma hafnað hugmyndinum hans. Ekki ennþá. „Ég vona að það komi ekki til þess. Ég á ekki von á því frá honum," segir hún og bætir við að Steindi sé frábær strákur. Leiklistaráhugi Maríu hefur flakkað á milli kynslóða í fjölskyldunni hennar. Dóttir hennar er einnig virk í leikfélagi Mosfellssveitar og barnabörnin tvö læra nú leiklist í London. Hefur leiklistin fylgt þér alla tíð? „Elskan mín, ég byrjaði að leika þegar ég varð sextug. Ég datt inn í leikfélagið í Mosfellssveit," segir María. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika." María hefur komið víða við. Frammistaða hennar í þættinum Konfekt á Skjá einum vakti talsverða athygli á sínum tíma, meðal annars myndband þar sem hún leikur konu sem pantar meðal annars tussuduft í gegnum síma. Myndbandið má sjá á YouTube. „Það var nú allsvakalegur þáttur," segir María og hlær. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
„Steindi er skemmtilegur og ég fíla þennan húmor," segir hjúkrunarfræðingurinn María Guðmundsdóttir, sem hefur farið á kostum í grínþáttunum Steindanum okkar. Frammistaða Maríu hefur vakið verðskuldaða athygli í Steindanum okkar, en hún verður áberandi í nýju þáttaröðinni. María kynntist Steinda þegar hún lék með honum í fyrstu þáttaröðinni og segist skemmta sér vel við upptökurnar. Húmorinn í Steindanum okkar er oft grófari en gengur og gerist í íslensku gríni. María segir að Steinda hafi samt aldrei tekist að hneyksla sig þegar hann ber undir hana hugmyndirnar. „Veistu það, þegar maður er orðinn svona gamall þá er maður til í allt," segir María og hlær. „Það getur ekki orðið verra!" Samstarf hennar og Steinda er raunar svo gott að hún hefur aldrei nokkurn tíma hafnað hugmyndinum hans. Ekki ennþá. „Ég vona að það komi ekki til þess. Ég á ekki von á því frá honum," segir hún og bætir við að Steindi sé frábær strákur. Leiklistaráhugi Maríu hefur flakkað á milli kynslóða í fjölskyldunni hennar. Dóttir hennar er einnig virk í leikfélagi Mosfellssveitar og barnabörnin tvö læra nú leiklist í London. Hefur leiklistin fylgt þér alla tíð? „Elskan mín, ég byrjaði að leika þegar ég varð sextug. Ég datt inn í leikfélagið í Mosfellssveit," segir María. „Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í sjónvarpsþáttum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika." María hefur komið víða við. Frammistaða hennar í þættinum Konfekt á Skjá einum vakti talsverða athygli á sínum tíma, meðal annars myndband þar sem hún leikur konu sem pantar meðal annars tussuduft í gegnum síma. Myndbandið má sjá á YouTube. „Það var nú allsvakalegur þáttur," segir María og hlær. „Fólk hneykslaðist nú svolítið á honum, en maður ansar ekki svoleiðis. Fólk hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum, en ef maður fer ekki yfir strikið þá finnst mér þetta allt í lagi. Bara gaman að þessu." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Menning Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira