Ráðuneytið gerir allt til að fá Jóel heim 14. janúar 2011 06:15 Jóel Færseth Einarsson er kominn með íslenskan ríkisborgararétt en fær ekki að komast til landsins þar sem óvissa er um hver fer með forræðið yfir honum. „Þetta mál hefur ekki strandað í ráðuneytinu, heldur í indverskri stjórnsýslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um mál íslensku fjölskyldunnar sem er föst á Indlandi. „Innan- og utanríkisráðuneytin hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða úr málinu hið fyrsta. Við erum að vonast til þess að niðurstaða fáist innan skamms.“ Ögmundur segir ráðuneytið leggja mjög ríka áherslu á að barnið, Jóel Færseth Einarsson, komist til Íslands sem allra fyrst. Ráðuneytið sé að taka á málinu af miklum velvilja og ásetningi um að greiða götu fjölskyldunnar, sem hefur verið föst á Indlandi í þrjá mánuði. „Við höfum viljað fá gögn frá indversku stjórnsýslunni til að tryggja réttarstöðu einstaklinganna og á því hefur staðið. Ekki neinu öðru,“ segir Ögmundur. „Málið snýst um réttarstöðu barnsins og forræði foreldranna. Það er margt mjög ómaklegt sem hefur verið sagt í þessu máli og ég hvet til þess að menn taki á því af sanngirni. Við þurfum ekki að biðjast afsökunar á neinu í ráðuneytinu.“ Þá bendir Ögmundur á að aðstæður fjölskyldunnar séu sannarlega ekki einsdæmi og fjöldinn allur af evrópskum foreldrum á Indlandi sé í nákvæmlega sömu stöðu. ögmundur jónasson Innanríkisráðuneytið hefur kallað eftir gögnum frá Indlandi varðandi forræðisrétt foreldra Jóels. Hjónin keyptu þjónustu indverskrar staðgöngumóður til að ganga með barnið. Slíkt er ólöglegt hér á landi, og samkvæmt íslenskum lögum er staðgöngumóðirin líffræðileg móðir barnsins og því með forræði yfir því. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir málið liggja að nær öllu leyti hjá innanríkisráðuneytinu. „Ráðuneytið bað okkur að óska eftir ákveðnum upplýsingum og höfum gert það að þeirra beiðni,“ segir Urður. „Við erum milliliður og það er okkar eina hlutdeild í þessu máli.“ Urður segir enn engin svör hafa borist frá Indlandi um hvort eða hvenær innanríkisráðuneytið fái svör við spurningum sínum. Herra S. Swaminathan, sendiherra Indlands, hefur fylgst vel með máli fjölskyldunnar og segist standa í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, né heldur vildi sendiherrann staðfesta hvort haft hefði verið samband við hann af hálfu ráðuneytisins. sunna@frettabladid.is Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
„Þetta mál hefur ekki strandað í ráðuneytinu, heldur í indverskri stjórnsýslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um mál íslensku fjölskyldunnar sem er föst á Indlandi. „Innan- og utanríkisráðuneytin hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða úr málinu hið fyrsta. Við erum að vonast til þess að niðurstaða fáist innan skamms.“ Ögmundur segir ráðuneytið leggja mjög ríka áherslu á að barnið, Jóel Færseth Einarsson, komist til Íslands sem allra fyrst. Ráðuneytið sé að taka á málinu af miklum velvilja og ásetningi um að greiða götu fjölskyldunnar, sem hefur verið föst á Indlandi í þrjá mánuði. „Við höfum viljað fá gögn frá indversku stjórnsýslunni til að tryggja réttarstöðu einstaklinganna og á því hefur staðið. Ekki neinu öðru,“ segir Ögmundur. „Málið snýst um réttarstöðu barnsins og forræði foreldranna. Það er margt mjög ómaklegt sem hefur verið sagt í þessu máli og ég hvet til þess að menn taki á því af sanngirni. Við þurfum ekki að biðjast afsökunar á neinu í ráðuneytinu.“ Þá bendir Ögmundur á að aðstæður fjölskyldunnar séu sannarlega ekki einsdæmi og fjöldinn allur af evrópskum foreldrum á Indlandi sé í nákvæmlega sömu stöðu. ögmundur jónasson Innanríkisráðuneytið hefur kallað eftir gögnum frá Indlandi varðandi forræðisrétt foreldra Jóels. Hjónin keyptu þjónustu indverskrar staðgöngumóður til að ganga með barnið. Slíkt er ólöglegt hér á landi, og samkvæmt íslenskum lögum er staðgöngumóðirin líffræðileg móðir barnsins og því með forræði yfir því. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir málið liggja að nær öllu leyti hjá innanríkisráðuneytinu. „Ráðuneytið bað okkur að óska eftir ákveðnum upplýsingum og höfum gert það að þeirra beiðni,“ segir Urður. „Við erum milliliður og það er okkar eina hlutdeild í þessu máli.“ Urður segir enn engin svör hafa borist frá Indlandi um hvort eða hvenær innanríkisráðuneytið fái svör við spurningum sínum. Herra S. Swaminathan, sendiherra Indlands, hefur fylgst vel með máli fjölskyldunnar og segist standa í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, né heldur vildi sendiherrann staðfesta hvort haft hefði verið samband við hann af hálfu ráðuneytisins. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira