Ráðuneytið gerir allt til að fá Jóel heim 14. janúar 2011 06:15 Jóel Færseth Einarsson er kominn með íslenskan ríkisborgararétt en fær ekki að komast til landsins þar sem óvissa er um hver fer með forræðið yfir honum. „Þetta mál hefur ekki strandað í ráðuneytinu, heldur í indverskri stjórnsýslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um mál íslensku fjölskyldunnar sem er föst á Indlandi. „Innan- og utanríkisráðuneytin hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða úr málinu hið fyrsta. Við erum að vonast til þess að niðurstaða fáist innan skamms.“ Ögmundur segir ráðuneytið leggja mjög ríka áherslu á að barnið, Jóel Færseth Einarsson, komist til Íslands sem allra fyrst. Ráðuneytið sé að taka á málinu af miklum velvilja og ásetningi um að greiða götu fjölskyldunnar, sem hefur verið föst á Indlandi í þrjá mánuði. „Við höfum viljað fá gögn frá indversku stjórnsýslunni til að tryggja réttarstöðu einstaklinganna og á því hefur staðið. Ekki neinu öðru,“ segir Ögmundur. „Málið snýst um réttarstöðu barnsins og forræði foreldranna. Það er margt mjög ómaklegt sem hefur verið sagt í þessu máli og ég hvet til þess að menn taki á því af sanngirni. Við þurfum ekki að biðjast afsökunar á neinu í ráðuneytinu.“ Þá bendir Ögmundur á að aðstæður fjölskyldunnar séu sannarlega ekki einsdæmi og fjöldinn allur af evrópskum foreldrum á Indlandi sé í nákvæmlega sömu stöðu. ögmundur jónasson Innanríkisráðuneytið hefur kallað eftir gögnum frá Indlandi varðandi forræðisrétt foreldra Jóels. Hjónin keyptu þjónustu indverskrar staðgöngumóður til að ganga með barnið. Slíkt er ólöglegt hér á landi, og samkvæmt íslenskum lögum er staðgöngumóðirin líffræðileg móðir barnsins og því með forræði yfir því. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir málið liggja að nær öllu leyti hjá innanríkisráðuneytinu. „Ráðuneytið bað okkur að óska eftir ákveðnum upplýsingum og höfum gert það að þeirra beiðni,“ segir Urður. „Við erum milliliður og það er okkar eina hlutdeild í þessu máli.“ Urður segir enn engin svör hafa borist frá Indlandi um hvort eða hvenær innanríkisráðuneytið fái svör við spurningum sínum. Herra S. Swaminathan, sendiherra Indlands, hefur fylgst vel með máli fjölskyldunnar og segist standa í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, né heldur vildi sendiherrann staðfesta hvort haft hefði verið samband við hann af hálfu ráðuneytisins. sunna@frettabladid.is Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
„Þetta mál hefur ekki strandað í ráðuneytinu, heldur í indverskri stjórnsýslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um mál íslensku fjölskyldunnar sem er föst á Indlandi. „Innan- og utanríkisráðuneytin hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða úr málinu hið fyrsta. Við erum að vonast til þess að niðurstaða fáist innan skamms.“ Ögmundur segir ráðuneytið leggja mjög ríka áherslu á að barnið, Jóel Færseth Einarsson, komist til Íslands sem allra fyrst. Ráðuneytið sé að taka á málinu af miklum velvilja og ásetningi um að greiða götu fjölskyldunnar, sem hefur verið föst á Indlandi í þrjá mánuði. „Við höfum viljað fá gögn frá indversku stjórnsýslunni til að tryggja réttarstöðu einstaklinganna og á því hefur staðið. Ekki neinu öðru,“ segir Ögmundur. „Málið snýst um réttarstöðu barnsins og forræði foreldranna. Það er margt mjög ómaklegt sem hefur verið sagt í þessu máli og ég hvet til þess að menn taki á því af sanngirni. Við þurfum ekki að biðjast afsökunar á neinu í ráðuneytinu.“ Þá bendir Ögmundur á að aðstæður fjölskyldunnar séu sannarlega ekki einsdæmi og fjöldinn allur af evrópskum foreldrum á Indlandi sé í nákvæmlega sömu stöðu. ögmundur jónasson Innanríkisráðuneytið hefur kallað eftir gögnum frá Indlandi varðandi forræðisrétt foreldra Jóels. Hjónin keyptu þjónustu indverskrar staðgöngumóður til að ganga með barnið. Slíkt er ólöglegt hér á landi, og samkvæmt íslenskum lögum er staðgöngumóðirin líffræðileg móðir barnsins og því með forræði yfir því. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir málið liggja að nær öllu leyti hjá innanríkisráðuneytinu. „Ráðuneytið bað okkur að óska eftir ákveðnum upplýsingum og höfum gert það að þeirra beiðni,“ segir Urður. „Við erum milliliður og það er okkar eina hlutdeild í þessu máli.“ Urður segir enn engin svör hafa borist frá Indlandi um hvort eða hvenær innanríkisráðuneytið fái svör við spurningum sínum. Herra S. Swaminathan, sendiherra Indlands, hefur fylgst vel með máli fjölskyldunnar og segist standa í þeirri trú að málið leysist hið fyrsta. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið, né heldur vildi sendiherrann staðfesta hvort haft hefði verið samband við hann af hálfu ráðuneytisins. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira