Enski boltinn

Redknapp vill hafa Adebayor hjá Tottenham næstu árin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Adebayor í leik með Tottenham.
Adebayor í leik með Tottenham. Mynd. / Getty Images
Knattspyrnustjóri Tottenham, Harry Redknapp, ætlar sér að gera langtímasamning við framherjann Emmanuel Adebayor sem er á lánssamningi hjá félaginu út tímabilið.

Adebayor hefur fundið sig vel hjá Tottenham á tímabilinu og skorað sjö mörk í ellefu deildarleikjum.

Hann er á láni frá Manchester City og talið er að leikmaðurinn sé með 170 þúsund pund í vikulaun en það gæti reynst erfitt fyrir Tottenham að bjóða honum sambærileg laun.

„Ég vill endilega fá leikmanninn formlega til félagsins og semja við hann til frambúðar en það gæti orðið erfitt," sagði Redknapp.

„Hann hefur staðið sig ótrúlega hjá okkur og gefur okkur marga möguleika fram á við -  hann er algjör martröð fyrir varnarmenn".

„Hann er mikilvægur fyrir liðsandann en hann mætir alltaf hress á allar æfingar og virðist líða vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×