Færri börn koma í kirkjuna fyrir jólin en áður 11. desember 2011 19:45 Meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Dómkirkjuprestur segir færri börn koma í skipulagðar ferðir í kirkjuna fyrir jólin en áður. Reykjavíkurborg samþykkti í október reglur sem kveða meðal annars á um að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla í borginni né heldur á starfstíma frístundaheimila. Þetta á við um allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi. Ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sýnir að meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Hringt var í rúmlega átta hundruð manns, sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá, dagana sjöunda og áttunda desember. Tæp 99% tóku afstöðu þegar spurt var hversu fylgjandi eða andvígur ertu því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur? Tæp 18% sögðust mjög fylgjandi því, 13% frekar fylgjandi, tæp 18% sögðust hlutlaus, tæp 16% sögðust frekar andvíg og tæp 36% mjög andvíg. Af þeim sem voru annað hvort með eða á móti þá sögðust 38% vera hlynnt því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi en 62% andvíg því. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur segir nýjar reglur borgarinnar hafa haft áhrif á heimsóknir barna í kirkjuna. „Skólarnir koma ekki með skipulögðu hætti eins og þeir gerðu áður, skólarnir í sókninni. Það var hér tvo þrjá daga á aðventunni þá voru hópar að koma en nú ákváðu skólarnir að koma ekki og ég hygg að það sé fyrst og fremst út af því að það er eins og dómgreind skólafólksins sé tekin úr sambandi af nefnd hjá borginni sem telji sig vita betur hvernig skólastarfið eigi að fara fram," segir Hjálmar. Hluti barnanna komi þó áfram í kirkjuna með foreldrum sínum. „Hins vegar er svarið það að það er töluvert fleira fólk sem kemur með börnin sín í barnamessurnar. Það er eins og það sé svarið við því að þau komi ekki á vegum skólans að fólkið kemur þá frekar með þau sjálft." Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Dómkirkjuprestur segir færri börn koma í skipulagðar ferðir í kirkjuna fyrir jólin en áður. Reykjavíkurborg samþykkti í október reglur sem kveða meðal annars á um að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla í borginni né heldur á starfstíma frístundaheimila. Þetta á við um allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi. Ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sýnir að meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Hringt var í rúmlega átta hundruð manns, sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá, dagana sjöunda og áttunda desember. Tæp 99% tóku afstöðu þegar spurt var hversu fylgjandi eða andvígur ertu því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur? Tæp 18% sögðust mjög fylgjandi því, 13% frekar fylgjandi, tæp 18% sögðust hlutlaus, tæp 16% sögðust frekar andvíg og tæp 36% mjög andvíg. Af þeim sem voru annað hvort með eða á móti þá sögðust 38% vera hlynnt því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi en 62% andvíg því. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur segir nýjar reglur borgarinnar hafa haft áhrif á heimsóknir barna í kirkjuna. „Skólarnir koma ekki með skipulögðu hætti eins og þeir gerðu áður, skólarnir í sókninni. Það var hér tvo þrjá daga á aðventunni þá voru hópar að koma en nú ákváðu skólarnir að koma ekki og ég hygg að það sé fyrst og fremst út af því að það er eins og dómgreind skólafólksins sé tekin úr sambandi af nefnd hjá borginni sem telji sig vita betur hvernig skólastarfið eigi að fara fram," segir Hjálmar. Hluti barnanna komi þó áfram í kirkjuna með foreldrum sínum. „Hins vegar er svarið það að það er töluvert fleira fólk sem kemur með börnin sín í barnamessurnar. Það er eins og það sé svarið við því að þau komi ekki á vegum skólans að fólkið kemur þá frekar með þau sjálft."
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira