Færri börn koma í kirkjuna fyrir jólin en áður 11. desember 2011 19:45 Meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Dómkirkjuprestur segir færri börn koma í skipulagðar ferðir í kirkjuna fyrir jólin en áður. Reykjavíkurborg samþykkti í október reglur sem kveða meðal annars á um að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla í borginni né heldur á starfstíma frístundaheimila. Þetta á við um allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi. Ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sýnir að meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Hringt var í rúmlega átta hundruð manns, sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá, dagana sjöunda og áttunda desember. Tæp 99% tóku afstöðu þegar spurt var hversu fylgjandi eða andvígur ertu því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur? Tæp 18% sögðust mjög fylgjandi því, 13% frekar fylgjandi, tæp 18% sögðust hlutlaus, tæp 16% sögðust frekar andvíg og tæp 36% mjög andvíg. Af þeim sem voru annað hvort með eða á móti þá sögðust 38% vera hlynnt því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi en 62% andvíg því. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur segir nýjar reglur borgarinnar hafa haft áhrif á heimsóknir barna í kirkjuna. „Skólarnir koma ekki með skipulögðu hætti eins og þeir gerðu áður, skólarnir í sókninni. Það var hér tvo þrjá daga á aðventunni þá voru hópar að koma en nú ákváðu skólarnir að koma ekki og ég hygg að það sé fyrst og fremst út af því að það er eins og dómgreind skólafólksins sé tekin úr sambandi af nefnd hjá borginni sem telji sig vita betur hvernig skólastarfið eigi að fara fram," segir Hjálmar. Hluti barnanna komi þó áfram í kirkjuna með foreldrum sínum. „Hins vegar er svarið það að það er töluvert fleira fólk sem kemur með börnin sín í barnamessurnar. Það er eins og það sé svarið við því að þau komi ekki á vegum skólans að fólkið kemur þá frekar með þau sjálft." Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Þetta sýnir ný skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Dómkirkjuprestur segir færri börn koma í skipulagðar ferðir í kirkjuna fyrir jólin en áður. Reykjavíkurborg samþykkti í október reglur sem kveða meðal annars á um að trúar- og lífsskoðunarfélög skuli ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla í borginni né heldur á starfstíma frístundaheimila. Þetta á við um allar heimsóknir í trúarlegum tilgangi. Ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sýnir að meirihluti þjóðarinnar eða rúm sextíu prósent eru á móti því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur. Hringt var í rúmlega átta hundruð manns, sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá, dagana sjöunda og áttunda desember. Tæp 99% tóku afstöðu þegar spurt var hversu fylgjandi eða andvígur ertu því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi frá því sem verið hefur? Tæp 18% sögðust mjög fylgjandi því, 13% frekar fylgjandi, tæp 18% sögðust hlutlaus, tæp 16% sögðust frekar andvíg og tæp 36% mjög andvíg. Af þeim sem voru annað hvort með eða á móti þá sögðust 38% vera hlynnt því að takmarka aðkomu Þjóðkirkjunnar að skólastarfi en 62% andvíg því. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur segir nýjar reglur borgarinnar hafa haft áhrif á heimsóknir barna í kirkjuna. „Skólarnir koma ekki með skipulögðu hætti eins og þeir gerðu áður, skólarnir í sókninni. Það var hér tvo þrjá daga á aðventunni þá voru hópar að koma en nú ákváðu skólarnir að koma ekki og ég hygg að það sé fyrst og fremst út af því að það er eins og dómgreind skólafólksins sé tekin úr sambandi af nefnd hjá borginni sem telji sig vita betur hvernig skólastarfið eigi að fara fram," segir Hjálmar. Hluti barnanna komi þó áfram í kirkjuna með foreldrum sínum. „Hins vegar er svarið það að það er töluvert fleira fólk sem kemur með börnin sín í barnamessurnar. Það er eins og það sé svarið við því að þau komi ekki á vegum skólans að fólkið kemur þá frekar með þau sjálft."
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira