Enski boltinn

Daily Mail: Heiðar fær nýjan samning og hærri laun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar fagnar marki sínu gegn West Brom um helgina.
Heiðar fagnar marki sínu gegn West Brom um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Enska dagblaðið Daily Mail fullyrðir í dag að Neil Warnock, stjóri QPR, ætli að verðlauna Heiðar Helguson fyrir góða frammistöðu á tímabilinu með nýjum og betri samningi við félagið.

Núverandi samningur Heiðars gildir til loka leiktíðarinnar en Warnock er sagður reiðubúinn að bjóða honum nýjan og betri tólf mánaða samning.

Samkvæmt fréttinni fær Heiðar um 13 þúsund pund í vikulaun eða um 2,4 milljónir króna.

Heiðar jafnaði á dögunum félagsmet Les Ferdinand þegar hann skoraði í fjórða heimaleik QPR í röð í ensku úrvalsdeildinni. Alls hefur Heiðar skorað sex mörk í síðustu sjö leikjum sínum í deildinni, eða síðan hann vann sér sæti í byrjunarliðinu í október síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×