Enski boltinn

Santos spilar ekki gegn Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Santos borinn af velli í leiknum í gær.
Andre Santos borinn af velli í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Bakvörðurinn Andre Santos hjá Arsenal mun ekki spila með liðinu gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni nú um helgina en hann meiddist á ökkla í leik liðsins gegn Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í gær.

Arsenal tapaði leiknum, 3-1, en liðið var þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Santos eru en líklegt er að hann muni missa af fleiri leikjum en bara gegn Everton um helgina. Nú þegar eru bakverðirnir Carl Jenkinson, Kieran Gibbs og Bacary Sagna nú þegar frá vegna meiðsla.

Svo gæti farið að Thomas Vermaelen muni spila í stöðu vinstri bakvarðar vegna meiðslanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×