Enski boltinn

Anelka á leið til Kína

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nicolas Anelka.
Nicolas Anelka. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt frétt sem birtist á vef Sky Sports hefur franski framherjinn Nicolas Anelka komist að samkomulagi við kínverska félagið Shanghai Shenhua.

Fulltrúar kínverska félagsins tilkynntu í gær að þeir væru vongóðir um að ná samkomulagi við kappann. Þeir vildu gera þriggja ára samning við hann en Anelka mun aðeins vera reiðubúinn að semja til næstu tveggja ára.

Anelka fór fram á það á dögunum að verða leystur undan samningi sínum við Chelsea og er talið að hann muni fara frá liðinu í janúar næstkomandi.

Hann er 32 ára gamall og á langan feril að baki í Frakklandi, Englandi, Spáni og Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×