Fótbolti

Drogba og Gohouri fá vandræðalega spurningu í lederhosen - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vinirnir Didier Drogba og Steve Gohouri skelltu sér báðir til Þýskalands um helgina þar sem þeir tóku þátt í Oktoberfest-hátíðinni í Bæjaralandi.

Drogba er á mála hjá Chelsea en Gohouri hjá Wigan. Báðir eru frá Fílabeinsströndinni en sá síðarnefndi fékk reyndar að líta rauða spjaldið í leik Wigan gegn Tottenham. Drogba spilaði í stundarfjórðung gegn Swansea en skoraði eitt mark í 4-1 sigri Chelsea.

Þeir voru teknir í spjall af þýskri sjónvarpsstöð og fengu ansi vandræðalega spurningu. Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×