Fótbolti

Garðar: Var ekki sanngjarnt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Hásteinsvelli skrifar
Garðar Jóhannsson skoraði mark Stjörnunnar í kvöld en það dugði ekki til gegn ÍBV sem vann 2-1 sigur í leik liðanna í Pepsi-deild karla í kvöld.

„Þetta var ekki sanngjarnt fannst mér. Mér fannst við betri aðilinn allan leikinn og ég veit ekki hvort það var rétt að dæma víti í lokin,“ sagði Garðar en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Það er svo margt sem mig langar að segja núna en þori ekki,“ bætti hann við og fór ekkert nánar út í dómgæsluna.

„Þeir sköupuðu sér ekki mikið af færum og við vorum inni í leiknum þrátt fyrir að hafa fengið á okkur skítamark í fyrri hálfleik sem verður að skrifast alfarið á okkar klaufaskap.“

„Svo náðum við að jafna. En svo kom vítið sem var eins og það var. Ég held að mér hafi aldrei tekist að vinna hérna og það er súrt að hafa tapað þessum leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×