Fótbolti

Messi, Xavi og Ronaldo tilnefndir til fyrstu UEFA-verðlaunana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Xavi.
Lionel Messi og Xavi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Barcelona-mennirnir Lionel Messi, Xavi Hernandez og Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid urðu í þremur efstu sætunum í fyrsta kjörinu á Knattspyrnumanni ársins hjá UEFA.

Evrópskir blaðamenn, einn frá hverri af 53 aðildarþjóðum UEFA, stóðu að tilnefningunum en fjölmiðlamenn sem mæta á Meistaradeildardráttinn 25. ágúst munu hinsvegar kjósa um það, hver þessara þriggja leikmanna sé bestur.

Messi skoraði 53 mörk á síðasta tímabili og hann og Xavi hjálpuðu Barcelona að vinna Meistaradeildina og Spænska meistaratitilinn. Ronaldo setti markamet með því að skora 40 deildarmörk á síðustu leiktíð.

UEFA bjó til þessi verðlaun eftir að France Football hætti að kjósa Knattspyrnumann Evrópu. Verðlaun France Football voru þá sameinuð samskonar verðlaunum hjá FIFA og Gullboltann hlýtur nú Knattspyrnumanns ársins hjá FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×