Enski boltinn

Johnson skotinn í kærustu Bridge

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Menn tala um að Sandford sé að halda sér.
Menn tala um að Sandford sé að halda sér.

Stemningin í herbúðum Man. City er ekki upp á marga fiska en leikmenn slást reglulega á æfingum. Nú síðast slógust Kolo Toure og Emmanuel Adebayor á æfingu í morgun.

Frekari vandræði gætu verið í uppsiglingu í búningsklefa City því Adam Johnson er nefnilega skotinn í kærustu Wayne Bridge.

Bridge er loksins búinn að jafna sig á Vanessu Perroncel sem varð landsþekkt er upp komst að hún hafði haldið fram hjá Bridge með John Terry er þeir léku báðir með Chelsea. Bridge tók atvikið mjög nærri sér og hætti meðal annars í landsliðinu eftir að upp komst um samband Terry og Perroncel.

Bridge er nú farinn að slá sér upp með söngkonunni Frankie Sandford úr hljómsveitinni The Saturdays en Johnson lýsti því yfir í blaðaviðtali á dögunum að hann væri afar heitur fyrir Sandford.

Hann hefur væntanlega ekki vitað af því þá að Bridge væri að slá sér upp með söngkonunni.

"Johnno er ungur drengur með mikinn áhuga á stelpum. Hann hefur lengi talað um hversu heitur hann sé fyrir Frankie," sagði heimildarmaður The Sun úr herbúðum Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×