Enski boltinn

Rooney: Ætlar sér að verða stjóri en mun ekki byrja hjá stóru félagi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney segist vera þegar byrjaður að undirbúa það sem tekur við þegar hann leggur fótboltaskónna á hilluna. Hinn 25 ára Rooney er byrjaður í að sækja sér þjálfaramenntun og ætlar að feta í fótsport margra lærisveina Sir Alex Ferguson sem hafa orðið stjórar í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég ætla að verða knattspyrnustjóri í framtíðinni og það verður markmiðið hjá mér þegar ég hætti að spila," sagði Wayne Rooney í viðtali við MUTV. Hann er víst oft að gefa Sir Alex Ferguson góð ráð fyrir leiki en skoski stjórinn fer nú oftast sínar eigin leiðir.

„Það eru mörg dæmi um það að leikmenn, sem hafa spilað fyrir Sir Alex, hafa orðið góðir stjórar. Ég er að vonast eftir því að geta fetað í fótspor þeirra einhvern daginn," sagði Rooney.

„Ég ætla mér samt ekki að byrja hjá stórliðum eins og Manchester United eða Everton. Ég ætla að byrja í neðri deildunum og byggja upp orðspor mitt sem stjóra áður en ég tek að mér stórlið. Það er ekki rétta leiðin að taka við stóru félagi algjörlega reynslulaus. Það eru stjórar sem hafa beðið í mörg ár eftir slíku tækifæri," sagði Rooney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×