Forráðamenn Real Madrid hafa ekki enn tekið ákvörðun um hvort þeir ætli sér að reyna að kaupa Emmanuel Adebayor frá Man. City í sumar. Adebayor hefur verið í láni hjá spænska félaginu síðan um áramótin og staðið sig vel.
"Adebayor er frábær leikmaður og hefur komið með góða strauma í búningsklefann. Við eigum enn eftir að taka ákvörðun um hvort við gerum tilboð í hann," sagði Aitor Karanka, aðstoðarþjálfari Real.
Man. City vill fá 16 milljónir evra fyrir Adebayor en það finnst forráðamönnum Madrid fullmikið.
