Flestum gleymt en áhrifamikið skáld 20. nóvember 2011 06:00 Baldur Hafstað Prófessor í íslenskum bókmenntum bjó rit Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar til útgáfu og ritar að þeim formála. Fréttablaðið/Valli Þótt nafn Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar vesturfara sé flestum gleymt gætir áhrifa hans enn í íslenskum skáldskap í gegnum höfunda á borð við Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson. Á dögunum kom dagbók skáldsins út á vegum Lestu.is. Jóhann Magnús Bjarnason (1866 -1945) fæddist í Fellum í Norður-Múlasýslu en fluttist innan við tíu ára aldur vestur um haf. Þegar hann óx úr grasi gerðist hann kennari og rithöfundur og gaf meðal annars út metsölubækurnar Eiríkur Hansson og Brasilíufararnir. Á dögunum kom sú fyrrnefnda út í nýrri útgáfu á vegum forlagsins Lestu.is, auk fyrsta hluta af þremur af dagbókum Jóhanns Magnúsar sem aldrei hafa litið dagsins ljós í heili lagi. Baldur Hafstað, prófessor í bókmenntum við Háskóla Íslands, bjó dagbókina og Eirík Hansson til útgáfu. Hann segir ryk vissulega hafa sest á arfleifð Jóhanns Magnúsar í gegnum tíðina. „Þó hefur ávallt einn og einn höfundur haldið minningu hans á lofti, þar á meðal Gyrðir Elíasson, sem segja má að sé hvatamaðurinn að þessari útgáfu," segir Baldur. „Hann benti okkur Ingólfi B. Kristjánssyni hjá Lestu.is á dagbækurnar, sem ég hafði ekki vitað af. Þetta eru frómt frá sagt mjög merkilegar bækur, sem eiga skilið að koma út, eins og Jóhann Magnús ætlaðist til. Þetta verður sjálfsagt aldrei neitt gróðafyrirtæki en Ingólfur er mikill hugsjónamaður og dreif þetta af." Að sögn Baldurs gefur dagbókin merkilega innsýn í bæði sálarlíf Jóhanns Magnúsar sem og samfélag Vestur-Íslendinga. Jóhann Magnússon var bláfátækur alla ævi og naut aldrei ágóðans af góðri sölu bóka sinna. Þá starfaði hann sem kennari með hléum, þar sem þunglyndi og viðkvæmar taugar settu strik í reikninginn, en samfélag Vestur-Íslendinga hljóp oftar en ekki undir bagga með honum. Þrátt fyrir andstreymið einkennist lífsviðhorf Jóhanns Magnússonar af dæmalausri jákvæðni. „Það er eins og hann hafi sett sér þetta viðhorf; hann talar aldrei illa um neinn – heldur sleppir því frekar nefna þá sem honum var illa við. Hann getur að vísu neikvæðra ritdóma, sem hann fékk stundum og var viðkvæmur fyrir." Þótt Jóhann Magnús flytti ungur vestur um haf skrifaði hann alla tíð á íslensku. „Sem er stórmerkilegt í ljósi þess að skólaganga hans var á ensku og hann las geysimikið af enskum og bandarískum bókmenntum. En á hinn bóginn er hann í íslensku samfélagi mestan hluta ævinnar og nærist á samskiptum við aðra Vestur-Íslendinga og bréfaskriftum við andans menn á Íslandi. Það skýrir hvað hvað hann er góður í íslensku." Dagbækurnar bera þó með sér vanmetakennd, sem blundaði í Jóhanni Magnússon. „Hann þráði alltaf viðurkenningu frá heimahögunum. Það var eins og hann þyrfti einhvern veginn að sanna sig gagnvart Íslendingum, ekki bara fyrir sjálfan sig heldur fyrir hönd Vestur-Íslendinga í heild. Þeim fannst þeir þurfa að sýna landanum heima að þeir hefðu spjarað sig og gætu lagt eitthvað af mörkum." Fyrir utan sögulegu víddina telur Baldur bækur Jóhanns Magnúsar vera merkilegan skáldskap á eigin forsendum, ekki síst fyrir stílbrögðin. „Hann lærir svo mikið af breskum og bandarískum höfundum, til dæmis, til dæmis hvernig má nota samtöl til að draga fram sérkenni einstakra persóna eða ýta undir spennu með endurtekningu. Það er vitað að þarna lærðu íslenskir höfundar af honum. Menn á borð við Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson, sem höfðu auga fyrir svona löguðu, drukku þetta í sig." Dagbækur Jóhanns Magnúsar ná frá 1902 til 1945 og stefndi hann ávallt á að gefa hana út. Fyrsta bindið nær til ársins 1918. „Hann leit á dagbókina sem sitt stærsta verk. Hún er líka skrifuð þannig að þetta er dálítið eins og að lesa skáldsögu. Það koma þarna við sögu persónur sem manni þykir vænt um; hann skráir niður drauma og náttúrulýsingar - þetta er eins og ein stórskostleg fjölskyldusaga og á fullt erindi við lesendur í dag." Eiríkur Hansson og Dagbók vesturfara koma báðar út á prenti. Sú fyrrnefnda er þegar komin út á rafbókarformi og sú síðarnefnda væntanleg. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Þótt nafn Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar vesturfara sé flestum gleymt gætir áhrifa hans enn í íslenskum skáldskap í gegnum höfunda á borð við Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson. Á dögunum kom dagbók skáldsins út á vegum Lestu.is. Jóhann Magnús Bjarnason (1866 -1945) fæddist í Fellum í Norður-Múlasýslu en fluttist innan við tíu ára aldur vestur um haf. Þegar hann óx úr grasi gerðist hann kennari og rithöfundur og gaf meðal annars út metsölubækurnar Eiríkur Hansson og Brasilíufararnir. Á dögunum kom sú fyrrnefnda út í nýrri útgáfu á vegum forlagsins Lestu.is, auk fyrsta hluta af þremur af dagbókum Jóhanns Magnúsar sem aldrei hafa litið dagsins ljós í heili lagi. Baldur Hafstað, prófessor í bókmenntum við Háskóla Íslands, bjó dagbókina og Eirík Hansson til útgáfu. Hann segir ryk vissulega hafa sest á arfleifð Jóhanns Magnúsar í gegnum tíðina. „Þó hefur ávallt einn og einn höfundur haldið minningu hans á lofti, þar á meðal Gyrðir Elíasson, sem segja má að sé hvatamaðurinn að þessari útgáfu," segir Baldur. „Hann benti okkur Ingólfi B. Kristjánssyni hjá Lestu.is á dagbækurnar, sem ég hafði ekki vitað af. Þetta eru frómt frá sagt mjög merkilegar bækur, sem eiga skilið að koma út, eins og Jóhann Magnús ætlaðist til. Þetta verður sjálfsagt aldrei neitt gróðafyrirtæki en Ingólfur er mikill hugsjónamaður og dreif þetta af." Að sögn Baldurs gefur dagbókin merkilega innsýn í bæði sálarlíf Jóhanns Magnúsar sem og samfélag Vestur-Íslendinga. Jóhann Magnússon var bláfátækur alla ævi og naut aldrei ágóðans af góðri sölu bóka sinna. Þá starfaði hann sem kennari með hléum, þar sem þunglyndi og viðkvæmar taugar settu strik í reikninginn, en samfélag Vestur-Íslendinga hljóp oftar en ekki undir bagga með honum. Þrátt fyrir andstreymið einkennist lífsviðhorf Jóhanns Magnússonar af dæmalausri jákvæðni. „Það er eins og hann hafi sett sér þetta viðhorf; hann talar aldrei illa um neinn – heldur sleppir því frekar nefna þá sem honum var illa við. Hann getur að vísu neikvæðra ritdóma, sem hann fékk stundum og var viðkvæmur fyrir." Þótt Jóhann Magnús flytti ungur vestur um haf skrifaði hann alla tíð á íslensku. „Sem er stórmerkilegt í ljósi þess að skólaganga hans var á ensku og hann las geysimikið af enskum og bandarískum bókmenntum. En á hinn bóginn er hann í íslensku samfélagi mestan hluta ævinnar og nærist á samskiptum við aðra Vestur-Íslendinga og bréfaskriftum við andans menn á Íslandi. Það skýrir hvað hvað hann er góður í íslensku." Dagbækurnar bera þó með sér vanmetakennd, sem blundaði í Jóhanni Magnússon. „Hann þráði alltaf viðurkenningu frá heimahögunum. Það var eins og hann þyrfti einhvern veginn að sanna sig gagnvart Íslendingum, ekki bara fyrir sjálfan sig heldur fyrir hönd Vestur-Íslendinga í heild. Þeim fannst þeir þurfa að sýna landanum heima að þeir hefðu spjarað sig og gætu lagt eitthvað af mörkum." Fyrir utan sögulegu víddina telur Baldur bækur Jóhanns Magnúsar vera merkilegan skáldskap á eigin forsendum, ekki síst fyrir stílbrögðin. „Hann lærir svo mikið af breskum og bandarískum höfundum, til dæmis, til dæmis hvernig má nota samtöl til að draga fram sérkenni einstakra persóna eða ýta undir spennu með endurtekningu. Það er vitað að þarna lærðu íslenskir höfundar af honum. Menn á borð við Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson, sem höfðu auga fyrir svona löguðu, drukku þetta í sig." Dagbækur Jóhanns Magnúsar ná frá 1902 til 1945 og stefndi hann ávallt á að gefa hana út. Fyrsta bindið nær til ársins 1918. „Hann leit á dagbókina sem sitt stærsta verk. Hún er líka skrifuð þannig að þetta er dálítið eins og að lesa skáldsögu. Það koma þarna við sögu persónur sem manni þykir vænt um; hann skráir niður drauma og náttúrulýsingar - þetta er eins og ein stórskostleg fjölskyldusaga og á fullt erindi við lesendur í dag." Eiríkur Hansson og Dagbók vesturfara koma báðar út á prenti. Sú fyrrnefnda er þegar komin út á rafbókarformi og sú síðarnefnda væntanleg. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira