Innlent

Meintur skotmaður í gæsluvarðhald

Frá vettvangi aðfaranótt laugardags.
Frá vettvangi aðfaranótt laugardags. Mynd/Egill
Búið er að úrskurða karlmann, sem var handtekinn vegna skotárásar á föstudagskvöldið, í gæsluvarðhald til næsta föstudags. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Tveggja manna er enn leitað vegna skotárásarinnar.

Það var á föstudagskvöldið sem lögreglan fékk tilkynningu um að grímuklæddir menn hefðu skotið á bifreið í Bryggjuhverfinu. Líklega er um uppgjör í fíkniefnaheiminum að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×