Enski boltinn

City að undirbúa tilboð í Eden Hazard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Umboðsmaður Eden Hazard hjá frönsku meisturunum í Lille segir að Manchester City sé að undirbúa 30 milljóna evra tilboð í kappann.

Hazard er frá Belgíu og hefur slegið í gegn hjá Lille. Hann þykir með eftirsóttari miðjumönnum heims en hann er aðeins tvítugur að aldri og á því framtíðina fyrir sér.

Hazard hefur einnig verið sterklega orðaður við bæði Arsenal og Chelsea en umboðsmaður hans, Marc Fourmeux, á von á því að Roberto Mancini, stjóri City, verði fyrstur til að leggja fram tilboð þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

„Það hefur verið mikið rætt um að City ætli að bjóða 30 milljónir evra í Hazard en ætli samt að leyfa honum að klára tímabilið hjá Lille," sagði umboðsmaðurinn við spænska blaðið As.

„Það virðist öruggt að hann muni spila hjá evrópsku stórliði innan tíðar - eins og Real Madrid, Barcelona, Chelsea, Manchester City, AC Milan, Inter eða Juventus. Forseti Lille vill fá 40 milljónir evra fyrir hann en leikmaðurinn sjálfur hefur lýst því yfir að hann vilji spila með Madrid."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×