Óttast ekki hótanir vegna hvalveiðanna 21. júlí 2011 09:00 Bandaríkin hótuðu Íslandi þvingunum þegar hrefnuveiðar hófust árið 2004 en gerðu ekkert frekar. Nú hóta Bandaríkin aftur aðgerðum, en nú vegna umdeildra veiða á langreiðum. Mynd/Vilhelm Jón Bjarnason Íslensk stjórnvöld grafa undan markmiðum alþjóðlegra sáttmála um bann við hvalveiðum að mati bandaríska viðskiptaráðherrans. Hann leggur til við Barack Obama Bandaríkjaforseta að Ísland verði beitt þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða. Obama hefur samkvæmt bandarískum lögum 60 daga til að ákveða hvort gripið verði til aðgerða gegn íslenskum stjórnvöldum, og þá til hvaða aðgerða verði gripið. Viðskiptaráðherrann leggur til vægar aðgerðir í pólitískum samskiptum landanna, ekki efnahagslegar þvinganir. „Það væri fráleitt af þeirra hálfu að ætla að beita slíkum þvingunum,“ segir Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Hann segir það alvarlegt mál þegar stórþjóð beini slíkum yfirlýsingum gegn smáþjóð án þess að hafa til þess nokkrar heimildir. Jón segir afar ósennilegt að þessi ákvörðun Gary Locke, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, leiði til þess að bandarísk stjórnvöld ákveði að beita íslensk stjórnvöld þvingunum. Hann bendir á að viðskiptaráðuneytið bandaríska hafi einu sinni áður lagt fram sambærilega tillögu gagnvart Íslandi. Það var árið 2004 þegar hrefnuveiðar hófust á ný eftir hlé. Þáverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, ákvað hins vegar að beita Ísland engum þvingunum. Slíkum tillögum hefur einnig verið beint gegn Japan og Noregi vegna hvalveiða þessara þjóða án þess að Bandaríkin hafi gripið til nokkurra aðgerða í kjölfarið. Bandaríkin hafa hingað til einkum beint spjótum sínum að veiðum á langreyðum, og segja þá hvalategund í útrýmingarhættu. Jón segir þá túlkun fráleita, veiðarnar séu sjálfbærar. Um 20 þúsund dýr eru í langreyðarstofninum í Norður-Atlantshafi, en af honum má veiða 154 dýr. Langreyðarstofninn í suðurhöfum er hins vegar talinn í hættu. Jón segir Bandaríkjamenn tæplega hafa stöðu til að beita önnur ríki þvingunum vegna hvalveiða. Þeir séu sjálfir í þeirri stöðu að þurfa að fá heimild fyrir frumbyggja Alaska til að veiða hvali. Ísland styðji þær veiðar, enda séu þær sjálfbærar eins og hvalveiðar Íslendinga. brjann@frettabladid.is Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Sjá meira
Jón Bjarnason Íslensk stjórnvöld grafa undan markmiðum alþjóðlegra sáttmála um bann við hvalveiðum að mati bandaríska viðskiptaráðherrans. Hann leggur til við Barack Obama Bandaríkjaforseta að Ísland verði beitt þvingunaraðgerðum vegna hvalveiða. Obama hefur samkvæmt bandarískum lögum 60 daga til að ákveða hvort gripið verði til aðgerða gegn íslenskum stjórnvöldum, og þá til hvaða aðgerða verði gripið. Viðskiptaráðherrann leggur til vægar aðgerðir í pólitískum samskiptum landanna, ekki efnahagslegar þvinganir. „Það væri fráleitt af þeirra hálfu að ætla að beita slíkum þvingunum,“ segir Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Hann segir það alvarlegt mál þegar stórþjóð beini slíkum yfirlýsingum gegn smáþjóð án þess að hafa til þess nokkrar heimildir. Jón segir afar ósennilegt að þessi ákvörðun Gary Locke, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, leiði til þess að bandarísk stjórnvöld ákveði að beita íslensk stjórnvöld þvingunum. Hann bendir á að viðskiptaráðuneytið bandaríska hafi einu sinni áður lagt fram sambærilega tillögu gagnvart Íslandi. Það var árið 2004 þegar hrefnuveiðar hófust á ný eftir hlé. Þáverandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, ákvað hins vegar að beita Ísland engum þvingunum. Slíkum tillögum hefur einnig verið beint gegn Japan og Noregi vegna hvalveiða þessara þjóða án þess að Bandaríkin hafi gripið til nokkurra aðgerða í kjölfarið. Bandaríkin hafa hingað til einkum beint spjótum sínum að veiðum á langreyðum, og segja þá hvalategund í útrýmingarhættu. Jón segir þá túlkun fráleita, veiðarnar séu sjálfbærar. Um 20 þúsund dýr eru í langreyðarstofninum í Norður-Atlantshafi, en af honum má veiða 154 dýr. Langreyðarstofninn í suðurhöfum er hins vegar talinn í hættu. Jón segir Bandaríkjamenn tæplega hafa stöðu til að beita önnur ríki þvingunum vegna hvalveiða. Þeir séu sjálfir í þeirri stöðu að þurfa að fá heimild fyrir frumbyggja Alaska til að veiða hvali. Ísland styðji þær veiðar, enda séu þær sjálfbærar eins og hvalveiðar Íslendinga. brjann@frettabladid.is
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Sjá meira