Útvarp KR 98,3 verður með beina lýsingu frá leik KR og Zilina í Evrópudeildinni í kvöld. Þetta er seinni leikur liðanna en KR vann fyrri leikinn, 3-0.
Leikurinn hefst klukkan 17.30 en útsending hefst klukkutíma fyrr eða 16.30.
Það er Jónas Kristinsson, bróðir Rúnars þjálfara, sem lýsir leiknum beint.
Einnig er hægt að ná útsendingum KR-útvarpsins á netheimur.is
Leikur Zilina og KR í beinni í KR-útvarpinu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
