Umfjöllun Vísis um leiki dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2011 18:15 Mynd/Óskar Pétur Friðriksson Lokaumferð Pepsi-deildar karla fór fram í dag og þar varð ljóst að Þórsarar fylgja Víkingum niður í 1. deildina, FH-ingar taka silfrið annað árið í röð og Eyjamenn sluppu með skrekkinn og héngu í Evrópusætinu þrátt fyrir tap fyrir Grindavík í Eyjum. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í dag á einum stað. Þórsarar féllu í 1. deild eftir 2-1 tap í Keflavík þar sem öll mörk leiksins komu á fyrstu átján mínútunum. Þór fékk aðeins eitt stig í síðustu níu útileikjum sínum í sumar og það stig kom í hús í júní. Grindvíkingar björguðu sér með því að vinna 2-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, skoraði fyrra markið tíu mínútum fyrir leikslok og Magnús Björgvinsson innsiglaði síðan sigurinn. Eyjamenn héldu þriðja sætinu þar sem að Breiðablik vann 4-3 sigur á Stjörnunni. Stjarnan hefði farið í Evróukeppni með sigri. FH-ingar tryggðu sér annað sætið annað árið í röð með 5-3 sigri á Fylki í Árbænum. Atli Viðar Björnsson skoraði tvö markanna og tryggði sér með því silfurskóinn. Garðar Jóhannsson fær gullskóinn og Kjartan Henry Finnbogason tók bronsskóinn. Fram kórónaði björgunarafrek sitt í sumar með því að vinna 2-1 sigur á Víkingum í Laugardalnum. Framarar unnu fimm af síðustu sjö leikjum sínum í sumar og verða áfram meðal þeirra bestu næsta sumar þrátt fyrir að flestir væru búnir að afskrifa þá í ágústbyrjun. Valur og KR gerðu síðan markalaust jafntefli á Vodafone-vellinum og Íslandsmeisturum KR-inga tókst því ekki að vinna Valsmenn í sumar.Svona var fallbaráttan: Þór féllKeflavík-Þór 2-1Umfjöllun: Þórsarar fallnir í 1. deildPáll Viðar: Það er sárt að fallaÞorsteinn: Menn skildu hjartað eftir inn á vellinumFramtíðin óráðin hjá Willum - heitur fyrir landsliðinuFramtíðin óljós hjá Gumma SteinarsÍBV-Grindavík 0-2Umfjöllun: Tryggvi klúðraði 2 vítum og Grindavík bjargaði sér í EyjumHeimir Hallgríms: Erum ekki með nógu sterkan hópÓlafur Örn: Óskar er búinn að vera ótrúlega góðurFram-Víkingur 2-1Umfjöllun: Fram gerði sitt í fallbaráttunniArnar: Héldum hausBjarnólfur: Ótrúlega skemmtilegt verkefniBreiðablik-Stjarnan 4-3Umfjöllun: Blikar gerðu út um Evrópudraum StjörnumannaÓlafur Kristjánsson: Góður endir á tímabilinuGarðar: Stjarnan verður Íslandsmeistari árið 2012Bjarni Jóh: Virkilega gaman að reka orðin ofan í sérfræðinganaFylkir-FH 3-5Umfjöllun: Markasúpa í ÁrbænumAlbert: Vildum ná sigri fyrir ÓlaHeimir: Þýðir ekki að dveljast í fortíðinniMatthías: Fengum of mörg mörk á okkurValur-KR 0-0Umfjöllun: Markalaust í baráttuleik á HlíðarendaBjössi Hreiðars: Ætli maður hafi ekki spilað með 0.1% þjóðarinnarKristján: Unnum tvo titla af fjórum sem voru í boðiRúnar: Fallega gert af Valsmönnum Pepsi Max-deild karla Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Lokaumferð Pepsi-deildar karla fór fram í dag og þar varð ljóst að Þórsarar fylgja Víkingum niður í 1. deildina, FH-ingar taka silfrið annað árið í röð og Eyjamenn sluppu með skrekkinn og héngu í Evrópusætinu þrátt fyrir tap fyrir Grindavík í Eyjum. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í dag á einum stað. Þórsarar féllu í 1. deild eftir 2-1 tap í Keflavík þar sem öll mörk leiksins komu á fyrstu átján mínútunum. Þór fékk aðeins eitt stig í síðustu níu útileikjum sínum í sumar og það stig kom í hús í júní. Grindvíkingar björguðu sér með því að vinna 2-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, skoraði fyrra markið tíu mínútum fyrir leikslok og Magnús Björgvinsson innsiglaði síðan sigurinn. Eyjamenn héldu þriðja sætinu þar sem að Breiðablik vann 4-3 sigur á Stjörnunni. Stjarnan hefði farið í Evróukeppni með sigri. FH-ingar tryggðu sér annað sætið annað árið í röð með 5-3 sigri á Fylki í Árbænum. Atli Viðar Björnsson skoraði tvö markanna og tryggði sér með því silfurskóinn. Garðar Jóhannsson fær gullskóinn og Kjartan Henry Finnbogason tók bronsskóinn. Fram kórónaði björgunarafrek sitt í sumar með því að vinna 2-1 sigur á Víkingum í Laugardalnum. Framarar unnu fimm af síðustu sjö leikjum sínum í sumar og verða áfram meðal þeirra bestu næsta sumar þrátt fyrir að flestir væru búnir að afskrifa þá í ágústbyrjun. Valur og KR gerðu síðan markalaust jafntefli á Vodafone-vellinum og Íslandsmeisturum KR-inga tókst því ekki að vinna Valsmenn í sumar.Svona var fallbaráttan: Þór féllKeflavík-Þór 2-1Umfjöllun: Þórsarar fallnir í 1. deildPáll Viðar: Það er sárt að fallaÞorsteinn: Menn skildu hjartað eftir inn á vellinumFramtíðin óráðin hjá Willum - heitur fyrir landsliðinuFramtíðin óljós hjá Gumma SteinarsÍBV-Grindavík 0-2Umfjöllun: Tryggvi klúðraði 2 vítum og Grindavík bjargaði sér í EyjumHeimir Hallgríms: Erum ekki með nógu sterkan hópÓlafur Örn: Óskar er búinn að vera ótrúlega góðurFram-Víkingur 2-1Umfjöllun: Fram gerði sitt í fallbaráttunniArnar: Héldum hausBjarnólfur: Ótrúlega skemmtilegt verkefniBreiðablik-Stjarnan 4-3Umfjöllun: Blikar gerðu út um Evrópudraum StjörnumannaÓlafur Kristjánsson: Góður endir á tímabilinuGarðar: Stjarnan verður Íslandsmeistari árið 2012Bjarni Jóh: Virkilega gaman að reka orðin ofan í sérfræðinganaFylkir-FH 3-5Umfjöllun: Markasúpa í ÁrbænumAlbert: Vildum ná sigri fyrir ÓlaHeimir: Þýðir ekki að dveljast í fortíðinniMatthías: Fengum of mörg mörk á okkurValur-KR 0-0Umfjöllun: Markalaust í baráttuleik á HlíðarendaBjössi Hreiðars: Ætli maður hafi ekki spilað með 0.1% þjóðarinnarKristján: Unnum tvo titla af fjórum sem voru í boðiRúnar: Fallega gert af Valsmönnum
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira