Íslenski boltinn

Þorsteinn: Menn skildu hjartað eftir inn á vellinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þorsteinn í leik gegn Víkingi.
Þorsteinn í leik gegn Víkingi.
"Það er vissulega sárt að falla en það er okkar hlutskipti að þess sinni. Við því er víst lítið að gera," sagði Þorsteinn Ingason, fyrirliði Þórs, eftir að Þór féll úr Pepsi-deildinni í ár.

"Við lögðum okkur alla í þetta í dag og menn skildu hjartað eftir á vellinum. Það dugði ekki til að þessu sinni og það þýðir ekkert að velta sér upp úr því hvað við gerðum rétt og hvað við gerðum rangt.

"Síðasti þriðjungurinn hjá okkur á mótinu var alls ekki nógu góður. Við vorum komnir í þægilega stöðu eftir þrettán umferðir og þá hættum við að gera það sem þurfti til. Við þurfum að fara yfir það sem við gerðum rangt í síðustu umferðunum."

"Við ætlum okkur samt upp aftur. Það er ekkert annað að gera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×