Íslenski boltinn

Heimir: Þýðir ekki að dveljast í fortíðinni

Kristinn Páll Teitsson í Árbænum skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Mynd/Daníel
„Við kláruðum mótið með sæmd, við tökum þetta annað sæti úr því sem komið var eftir fyrri umferðina," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir 5-3 sigur á Fylkismönnum í Árbænum í dag.

„Við klúðruðum málunum í fyrri umferðinni en við þurfum bara að skoða okkar mál og vinna úr því, það þýðir ekkert að dveljast á fortíðinni. Ég vona að þetta geri menn bara enn þyrstari í árangur næsta sumar og menn komi vel inn í næsta tímabil."

„Þetta var síðasti leikur Tommy Nielsen og menn vildu klára þetta á góðu nótunum, leyfa honum að hætta með sigri. Það verður erfitt að fylla skarð hans, hann er að mínu mati einn besti varnarmaður sem hefur spilað hér á landi og er með þann fágæta hæfileika að gera leikmenn í kringum sig betri. Nú tekur bara við leitin við að fylla skarð hans," sagði Heimir.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Markasúpa í Árbænum

FH tryggðu sér 2. sætið í Pepsi deild karla í dag með 5-3 sigri á Fylki í Árbæ. Með þessu tryggðu þeir sér 2. sætið og með því þáttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári. Fylkismenn hinsvegar duttu niður í 7. sæti eftir sigur Breiðabliks á Stjörnunni.

Matthías: Fengum of mörg mörk á okkur

"Við enduðum mótið með reisn, við skoruðum nóg af mörkum í sumar en fengum of mörg á okkur,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH eftir 5-3 sigur á Fylki í Árbænum í dag.

Albert: Vildum ná sigri fyrir Óla

"Við hefðum getað endað ofar en miðað við hvernig sumarið fór er þetta ásættanlegt,“ sagði Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis eftir 3-5 tap gegn FH í Árbænum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×