Íslenski boltinn

Bjarni Jóh: Virkilega gaman að reka orðin ofan í sérfræðingana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar.
„Miðað við hvernig þetta allt saman spilaðist í dag þá eru þetta virkilega svekkjandi úrslit,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 4-3 tap gegn Breiðablik í dag en Stjörnumenn höfðu komist í Evrópukepppni með sigri.

„Við þurftum alltaf að vinna hér í dag, en það gekk ekki eftir sem er leiðinlegt. Við þurftum að taka ákveðna sénsa hér í lokin og það kostaði okkur þetta tap, en jafntefli hefði hvort sem er ekki gefið okkur neitt," sagði Bjarni.

„Þessar innáskiptingar sem við erum búnir að gera undanfarna leiki hafa komið vel út og ungir strákar hafa komið inn af bekknum með rétt hugafar“.

„Þetta tímabil hefur verið frábært. Sérfræðingarnir voru búnir að kjafta þetta lið niður um deild í byrjun mótsins og ég átti að vera fyrsti þjálfarinn sem myndi missa vinnuna og því er virkilega gaman að reka þau orð ofan í þá," sagði Bjarni.

„Það að við séum orðin eitt af fjórum bestu liðum landsins er frábært. Það er margt í þessu liði sem gefur til kynna að við getum farið enn lengra," sagði Bjarni að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×