Bjarnólfur: Ótrúlega skemmtilegt verkefni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 1. október 2011 17:10 Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings. Mynd/Daníel Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings kvaddi lið sitt eftir tapleikinn gegn Fram. Hann hættir með liðið eins og hann hafði áður gefið út en segir nýjan mann koma að góðu búi þar sem búið sé að taka vel til í klúbbnum. „Við gáfum Frömurum hörkuleik. Við fórum ekki nógu vel inn í leikinn en unnum okkur inn í hann. Þeir gerðu vel að vinna þennan hörkuleik. Við ætluðum að vinna þennan leik og keyra áfram. Það er komið ákveðið sjálfstraust eftir síðastliðna tvo sigra og það var aldrei annað í stöðunni en að vinna leikinn en þeir gerðu vel að ljúka honum,“ sagði Bjarnólfur. Björgólfur Takefusa jafnaði metin fyrir Víking í leiknum en hann hefur farið mikinn á lokakafla tímabilsins. „Hann hefur gert þetta í undanförnum leikjum og litið rosalega vel út. Hann sýnir úrvalsdeildargæði en það voru mörg önnur tækifæri sem við fengum sem við hefðum átt að nýta og stríða þeim aðeins meira.“ „Þeim nægði jafntefli og voru komnir með forystu. Það var skiljanlegt að þeir myndu bakka aðeins og verja markið sitt og þeir gerðu það vel,“ sagði Bjarnólfur sem er ánægðu með endasprett Víkings á tímabilinu eftir að liðið féll. „Við endum á jákvæðum nótum. Það er búið að taka virkilega til í klúbbnum og það verður mjög gott fyrir nýjan mann að taka við liðinu. Við munum nýta þennan lærdóm af þessu tímabili til að hafa liðið sterkt til framtíðar.“ „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt verkefni og það er gaman að taka þátt í því en það stóð aldrei til að halda áfram með liðið og ég get það ekki tímalega séð og maður verður að vera samkvæmur sjálfum sér í því,“ sagði Bjarnólfur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Bjarnólfur Lárusson þjálfari Víkings kvaddi lið sitt eftir tapleikinn gegn Fram. Hann hættir með liðið eins og hann hafði áður gefið út en segir nýjan mann koma að góðu búi þar sem búið sé að taka vel til í klúbbnum. „Við gáfum Frömurum hörkuleik. Við fórum ekki nógu vel inn í leikinn en unnum okkur inn í hann. Þeir gerðu vel að vinna þennan hörkuleik. Við ætluðum að vinna þennan leik og keyra áfram. Það er komið ákveðið sjálfstraust eftir síðastliðna tvo sigra og það var aldrei annað í stöðunni en að vinna leikinn en þeir gerðu vel að ljúka honum,“ sagði Bjarnólfur. Björgólfur Takefusa jafnaði metin fyrir Víking í leiknum en hann hefur farið mikinn á lokakafla tímabilsins. „Hann hefur gert þetta í undanförnum leikjum og litið rosalega vel út. Hann sýnir úrvalsdeildargæði en það voru mörg önnur tækifæri sem við fengum sem við hefðum átt að nýta og stríða þeim aðeins meira.“ „Þeim nægði jafntefli og voru komnir með forystu. Það var skiljanlegt að þeir myndu bakka aðeins og verja markið sitt og þeir gerðu það vel,“ sagði Bjarnólfur sem er ánægðu með endasprett Víkings á tímabilinu eftir að liðið féll. „Við endum á jákvæðum nótum. Það er búið að taka virkilega til í klúbbnum og það verður mjög gott fyrir nýjan mann að taka við liðinu. Við munum nýta þennan lærdóm af þessu tímabili til að hafa liðið sterkt til framtíðar.“ „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt verkefni og það er gaman að taka þátt í því en það stóð aldrei til að halda áfram með liðið og ég get það ekki tímalega séð og maður verður að vera samkvæmur sjálfum sér í því,“ sagði Bjarnólfur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira