Umfjöllun: Fram gerði sitt í fallbaráttunni Guðmundur Marinó Ingvarsson á Laugardalsvelli skrifar 1. október 2011 13:00 Mynd/Stefán Fram lagði Víking 2-1 í síðustu umferð Pepsí deildarinnar og björguðu sér þar með endanlega frá falli en liðið fékk 13 stig í fimm síðustu leikjum sínum og þegar litið er til baka má segja að liðið hafi bjargað sér á ævintýralegan hátt. Fyrir leikinn þurfti Fram í það minnsta stig til að tryggja sæti sitt í Pepsí deildinni á næstu leiktíð og fékk draumabyrjun þegar Steven Lennon skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Leikurinn var opinn í upphafi leiks og kom Ögmundur Kristinsson markvörður Fram í tvígang í veg fyrir að Víkingur næði að jafna áður en Arnar Gunnlaugsson fékk gullið tækifæri til að auka forystu Fram í tvö mörk en Magnús Þormar varði vítaspyrnu hans á 17. mínútu. Fram var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk nokkur fín færi áður en Björgólfur Takefusa jafnaði metin á 38. mínútu með marki sem kom upp úr engu. Staðan var því jöfn í hálfleik og fallbaráttan í járnum. Það var ekki eins mikið um færi í seinni hálfleik og þeim fyrr en Fram var áfram sterkari aðilinn og fékk fleiri færi og upp úr einu slíku fékk Fram aðra vítaspyrnu. Arnar Gunnlaugsson fór aftur á punktinn og í þetta skipti var spyrnan örygg út við stöng en Magnús Þormar giskaði aftur á rétt horn en þessi spyrna óverjandi. Með taugarnar þandar náði Fram að hanga á forystunni en Víkingur fékk sín bestu færi á lokamínútunum en heppnin var ekki með þeim. Framarar fögnuðu því í lokin sæti sínu deildinni en Víkingur fær Þór með sér niður. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var kampakátur í leikslok. „Ég held þessi leikur hafi verið tímabilið í hnotskurn. Að við skulum ekki hafa klárað leikinn 5-0 í fyrri hálfleik með fullri virðingu fyrir Víkingi. Yfirburðirnir voru slíkir. Við fengum víti sem við nýtum ekki og setjum okkur undir pressu og það aldrei af þeirra hálfu. Það voru okkar mistök að skora ekki og klára leikinn,“ sagði Þorvaldur en það fór um hann þegar liðið nýtti ekki færin og Víkingur jafnaði eftir skyndisókn. „Við byrjuðum vel en svo þegar við fáum þessi færi og höldum áfram að brenna af þá vill oft koma smá stress í mannskapinn, menn geta hugsað að þetta sé ekki okkar dagur og hlutirnir séu að rúlla frá okkur, það er stutt á milli en mér fannst við halda ró í seinni hálfleik og létum tilfinningarnar ekki fara á flug,“ sagði Þorvaldur.Fram-Víkingur 2-1 1-0 Steven Lennon ´4 1-1 Björgólfur Takefusa ´38 2-1 Arnar Gunnlaugsson ´62 víti Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason 6Tölfræðin: Skot (á mark): 11-12 (5-5) Varið: Ögmundur 5 – Magnús 3 Hornspyrnur: 4-2 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Fram lagði Víking 2-1 í síðustu umferð Pepsí deildarinnar og björguðu sér þar með endanlega frá falli en liðið fékk 13 stig í fimm síðustu leikjum sínum og þegar litið er til baka má segja að liðið hafi bjargað sér á ævintýralegan hátt. Fyrir leikinn þurfti Fram í það minnsta stig til að tryggja sæti sitt í Pepsí deildinni á næstu leiktíð og fékk draumabyrjun þegar Steven Lennon skoraði fyrsta mark leiksins á 4. mínútu. Leikurinn var opinn í upphafi leiks og kom Ögmundur Kristinsson markvörður Fram í tvígang í veg fyrir að Víkingur næði að jafna áður en Arnar Gunnlaugsson fékk gullið tækifæri til að auka forystu Fram í tvö mörk en Magnús Þormar varði vítaspyrnu hans á 17. mínútu. Fram var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk nokkur fín færi áður en Björgólfur Takefusa jafnaði metin á 38. mínútu með marki sem kom upp úr engu. Staðan var því jöfn í hálfleik og fallbaráttan í járnum. Það var ekki eins mikið um færi í seinni hálfleik og þeim fyrr en Fram var áfram sterkari aðilinn og fékk fleiri færi og upp úr einu slíku fékk Fram aðra vítaspyrnu. Arnar Gunnlaugsson fór aftur á punktinn og í þetta skipti var spyrnan örygg út við stöng en Magnús Þormar giskaði aftur á rétt horn en þessi spyrna óverjandi. Með taugarnar þandar náði Fram að hanga á forystunni en Víkingur fékk sín bestu færi á lokamínútunum en heppnin var ekki með þeim. Framarar fögnuðu því í lokin sæti sínu deildinni en Víkingur fær Þór með sér niður. Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var kampakátur í leikslok. „Ég held þessi leikur hafi verið tímabilið í hnotskurn. Að við skulum ekki hafa klárað leikinn 5-0 í fyrri hálfleik með fullri virðingu fyrir Víkingi. Yfirburðirnir voru slíkir. Við fengum víti sem við nýtum ekki og setjum okkur undir pressu og það aldrei af þeirra hálfu. Það voru okkar mistök að skora ekki og klára leikinn,“ sagði Þorvaldur en það fór um hann þegar liðið nýtti ekki færin og Víkingur jafnaði eftir skyndisókn. „Við byrjuðum vel en svo þegar við fáum þessi færi og höldum áfram að brenna af þá vill oft koma smá stress í mannskapinn, menn geta hugsað að þetta sé ekki okkar dagur og hlutirnir séu að rúlla frá okkur, það er stutt á milli en mér fannst við halda ró í seinni hálfleik og létum tilfinningarnar ekki fara á flug,“ sagði Þorvaldur.Fram-Víkingur 2-1 1-0 Steven Lennon ´4 1-1 Björgólfur Takefusa ´38 2-1 Arnar Gunnlaugsson ´62 víti Laugardalsvöllur. Áhorfendur: Ekki gefið upp Dómari: Þorvaldur Árnason 6Tölfræðin: Skot (á mark): 11-12 (5-5) Varið: Ögmundur 5 – Magnús 3 Hornspyrnur: 4-2 Aukaspyrnur fengnar: 6-10 Rangstöður: 3-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira