Íslenski boltinn

Framtíðin óljós hjá Gumma Steinars

Henry Birgir Gunnarsson í Keflavík skrifar
Guðmundur Steinarsson.
Guðmundur Steinarsson.
Guðmundur Steinarsson, framherji Keflavíkur, segir það ekki vera ljóst hvort hann spili áfram með Keflavík næsta sumar. Hann á eftir að ræða framhaldið við forráðamenn knattspyrnudeildar.

"Ég get ekki svarað þeirri spurningu núna hvort ég verði áfram í Keflavík. Það hlýtur að koma í ljós á allra næstu dögum," sagði Guðmundur.

"Ég hef ekki verið í neinum viðræðum enn sem komið er við Keflavík en auðvitað hef ég áhuga á því að vera hér áfram."

Guðmundur sagði þess utan að það væri mikill léttir að halda sætinu í deildinni en það hefði verið aðalmarkmið Keflavíkur í sumar að halda sér í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×