Íslenski boltinn

Heimir Hallgríms: Erum ekki með nógu sterkan hóp

Valur Smári Heimisson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Mynd/Daníel
Eyjamenn hafa ekki náð að vinna leik síðan Heimir Hallgrímsson gaf út að hann yrði ekki þjálfari liðsins á næsta tímabili en hann var ekki á því að það hafi haft nein áhrif á strákana í ÍBV. ÍBV tapaði 0-2 fyrir Grindavík á heimavelli í dag.

„Nei ég held að það hafi ekki haft nein áhrif. Málið var bara tímasetningin á þessu þegar þetta lak út. Þá vorum við að fara spila við þrjú af sterkustu liðum deildarinnar, KR, Stjörnuna og FH. En ég held að málið sé bara að við erum ekki með nægilega sterkan hóp til að keppa um titilinn við þessi lið," sagði Heimir.

Þetta er þriðja árið í röð sem Eyjamenn hafa átt lélegan endasprett á tímabilinu og Heimir var alveg með ástæðuna fyrir því.

„Menn verða bara að átta sig á því að þetta er þriðja árið í röð sem við erum að missa leikmenn frá okkur fyrir endasprettinn á tímabilinu. Fyrir þrem árum misstum við Ajay Leitch-Smith og Chris Clements. Í fyrra misstum við James Hurst og núna Kelvin Mellor og Eið Aron. Ef við ætlum að vera að keppa við þessi sterkustu lið þá getum við ekki verið að missa okkar bestu menn á svona mikilvægum tímum." sagði Heimir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×