Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2026 22:31 Egor Koulechov átti alls ekki góðan dag í tapinu á móti Ármanni og hitti aðeins úr einu skoti utan af velli. Vísir/Vilhelm Keflvíkingar steinlágu á móti nýliðum Ármanns í síðustu umferð og töpuðu um leið þriðja leiknum í röð og þeim fjórða af síðustu fimm. Bónus Körfuboltakvöld hefur miklar áhyggjur af liðinu og þá sérstaklega varnarleiknum sem var hreinlega hörmulegur á móti Ármanni. „Keflavíkurliðið í þessum leik var ekkert æðislega gott, Sævar. Við vorum að sjá Remy Martin í fyrsta sinn í deildinni. Hann var búinn að spila einn leik með Keflavík í bikarnum. Hvað sástu frá honum,“ spurði Stefán Árni Pálsson Keflvíkinginn Sævar Sævarsson. „Ég sá bara leikmann sem er ekki í leikformi og að því er virðist vera meiddur. Ég hef bara miklar áhyggjur af því vegna þess að Keflavík þarf bara virkilega á því að halda að þeir séu með góðan Bandaríkjamann. Þeir eru að velja sóknarleikinn á kostnað varnarleiksins með því að fá hann í staðinn fyrir þann sem var fyrir,“ sagði Sævar. Skil vel að sú ákvörðun hafi verið tekin „Ég skil vel að sú ákvörðun hafi verið tekin að finna annars konar leikmann. Varnarleikurinn og hollingin á þessu liði. Það er eins og það séu allir þarna inni á vellinum sem vilji helst ekki fá brunasár, vilji helst ekki fá marbletti. Það má alls ekki koma við þá með olnbogum eða með því að slá í hendurnar á þeim. Þeir eru sveiflandi höndum og kvartandi,“ sagði Sævar hneykslaður. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld: Vesen í Keflavík „Það fara allir í gegnum miðjuna hjá þeim. Það getur enginn leikmaður haldið manninum sínum fyrir framan sig. Svo finnst mér þetta bara svona uppgjöf. Þú sérð þetta ekki hjá liðunum sem eru að gera sig gildandi í toppbaráttunni. Við erum að tala um Tindastól, svo erum við að tala um Stjörnuna, Val, Grindavík og svo KR áðan. Þú sérð Keflavík aldrei berjast eins og þessi lið,“ sagði Sævar. Ekki út af því að leikmennirnir séu ekki nógu góðir „Það er ekki út af því að leikmennirnir séu ekki nógu góðir eða að þjálfararnir séu ekki nógu góðir. Það þarf bara að mynda einhverja stemningu. Leikmenn geta alveg spilað vörn en það er bara eins og þeir nenni því ekki,“ sagði Sævar. Benedikt Guðmundsson tjáði sig einnig um Keflavíkurliðið og sagði frá því að hann hafi verið skotinn niður þegar hann varaði við mögulegum vandamálum hjá liðinu. Sævar er ekki bjartsýnn á framhaldið. Ég ætla ekki að segja fallbyssufóður „Þeir sem voru að tala um Keflavík sem gott varnarlið voru að gera það þegar Jordan [Williams], sem meiðist svo, var að spila með. Um leið og hann fór þá sá maður veikleikamerkin á varnarleiknum,“ sagði Sævar sem segir að enginn í Keflavíkurliðinu sé að verja hringinn. „Núna þegar þeir losa langbesta varnarmanninn sinn og taka sennilega þann leikmann sem hefur síst verið þekktur fyrir að spila vörn. Þá er við því búist að það þurfi einhvers staðar að fylla upp í götin. Ef það verður ekki tekin ákvörðun um það þá er Keflavík farið að vera bara svona, ég ætla ekki að segja fallbyssufóður, en þá er eins gott að þeir skori yfir 120 stig í leik,“ sagði Sævar. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
„Keflavíkurliðið í þessum leik var ekkert æðislega gott, Sævar. Við vorum að sjá Remy Martin í fyrsta sinn í deildinni. Hann var búinn að spila einn leik með Keflavík í bikarnum. Hvað sástu frá honum,“ spurði Stefán Árni Pálsson Keflvíkinginn Sævar Sævarsson. „Ég sá bara leikmann sem er ekki í leikformi og að því er virðist vera meiddur. Ég hef bara miklar áhyggjur af því vegna þess að Keflavík þarf bara virkilega á því að halda að þeir séu með góðan Bandaríkjamann. Þeir eru að velja sóknarleikinn á kostnað varnarleiksins með því að fá hann í staðinn fyrir þann sem var fyrir,“ sagði Sævar. Skil vel að sú ákvörðun hafi verið tekin „Ég skil vel að sú ákvörðun hafi verið tekin að finna annars konar leikmann. Varnarleikurinn og hollingin á þessu liði. Það er eins og það séu allir þarna inni á vellinum sem vilji helst ekki fá brunasár, vilji helst ekki fá marbletti. Það má alls ekki koma við þá með olnbogum eða með því að slá í hendurnar á þeim. Þeir eru sveiflandi höndum og kvartandi,“ sagði Sævar hneykslaður. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld: Vesen í Keflavík „Það fara allir í gegnum miðjuna hjá þeim. Það getur enginn leikmaður haldið manninum sínum fyrir framan sig. Svo finnst mér þetta bara svona uppgjöf. Þú sérð þetta ekki hjá liðunum sem eru að gera sig gildandi í toppbaráttunni. Við erum að tala um Tindastól, svo erum við að tala um Stjörnuna, Val, Grindavík og svo KR áðan. Þú sérð Keflavík aldrei berjast eins og þessi lið,“ sagði Sævar. Ekki út af því að leikmennirnir séu ekki nógu góðir „Það er ekki út af því að leikmennirnir séu ekki nógu góðir eða að þjálfararnir séu ekki nógu góðir. Það þarf bara að mynda einhverja stemningu. Leikmenn geta alveg spilað vörn en það er bara eins og þeir nenni því ekki,“ sagði Sævar. Benedikt Guðmundsson tjáði sig einnig um Keflavíkurliðið og sagði frá því að hann hafi verið skotinn niður þegar hann varaði við mögulegum vandamálum hjá liðinu. Sævar er ekki bjartsýnn á framhaldið. Ég ætla ekki að segja fallbyssufóður „Þeir sem voru að tala um Keflavík sem gott varnarlið voru að gera það þegar Jordan [Williams], sem meiðist svo, var að spila með. Um leið og hann fór þá sá maður veikleikamerkin á varnarleiknum,“ sagði Sævar sem segir að enginn í Keflavíkurliðinu sé að verja hringinn. „Núna þegar þeir losa langbesta varnarmanninn sinn og taka sennilega þann leikmann sem hefur síst verið þekktur fyrir að spila vörn. Þá er við því búist að það þurfi einhvers staðar að fylla upp í götin. Ef það verður ekki tekin ákvörðun um það þá er Keflavík farið að vera bara svona, ég ætla ekki að segja fallbyssufóður, en þá er eins gott að þeir skori yfir 120 stig í leik,“ sagði Sævar. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira