Furðuljós sáust á lofti á nokkurm stöðum í gær. Fyrst sá kona furðuljós, þegar hún var á ferð undir Hafnarfjalli snemma í gærmorgun.
Ljósið virtist vera rétt yfir Akrafjalli og skiptist í þrjú skær ljós, sem voru á hreyfingu og sást þetta greinilega í rúmlega hálfa mínútu.
Sundlaugargestir á Dalvík sáu svo mjög skært og hvítt ljós í nokkrar sekúndur yfir Svarfaðadal á sjöunda tímanum í gærkvöldi, en ljósið líktist ekki stjörnuhrapi. Um svipað leiti sást í suðvestururátt frá Akureyri, skært hvítt ljós með margliltri ljósrák á eftir sér.
Í gærkvöldi sáu feðgin skær grænt ljós í noðraustur frá Salahverfi í Kópavogi og lýsti það í nokkrar sekúndur.
Furðuljós sáust á lofti á nokkrum stöðum

Tengdar fréttir

Sundlaugagestir í Dalvík sáu dularfullt hvítt ljós
"Við vitum ekki hvað þetta var, en þetta var mjög skært ljós og hvítt á litinn,“ segir Elín Björk Unnarsdóttir, veðurfræðingur, sem ásamt öðrum gestum sundlaugarinnar í Dalvík urðu vitni af hvítu ljósi þegar þau horfðu yfir Svarfaðardalinn.