Sundlaugagestir í Dalvík sáu dularfullt hvítt ljós 26. október 2011 19:49 Frá stjörnuhrapinu í nóvember 2009. „Við vitum ekki hvað þetta var, en þetta var mjög skært ljós og hvítt á litinn," segir Elín Björk Unnarsdóttir, veðurfræðingur, sem ásamt öðrum gestum sundlaugarinnar í Dalvík urðu vitni af hvítu ljósi þegar þau horfðu yfir Svarfaðardalinn rúmlega hálf sjö í kvöld. Elín lýsir ljósinu þannig að það hafi enst í um fimm sekúndur, „og það var eiginlega eins og tannþráðabox í laginu." Elín segir að það hafi haldið lögun sinni þar til það hvarf. Sjálf segist Elín hafa séð stjörnuhröp áður en ekkert í líkingu við þetta. Ljósið hafi verið áberandi og snjóhvítt. Hún segir að það hafi hvarflað að þeim sem voru í pottinum að þetta væri flugeldur eða blys. En allir í pottinum voru sammála um að þarna væri eitthvað annað á fer. Þegar Vísir hafði samband við Veðurstofu Íslands könnuðust þeir ekki við ljósið en ætluðu að kanna það frekar eins og allar slíkar ábendingar. Sævar Helgi Bragason, einn af umsjónarmönnum Stjörnufræðivefsins, segir Elínu lýsa tilkomumiklu stjörnuhrapi. „Annað slagið verða svona björt stjörnuhröp," segir Sævar Helgi sem sjálfur hefur séð stjörnuhrap, sem entist svo lengi, „og rákin eftir það var á himnum tuttugu mínútum eftir hrapið," lýsir Sævar Helgi. Hafi þetta verið stjörnuhrap þá hefur það verið í stærra lagi. Sævar segir litla hættu á að lofsteinninn endi á jörðinni, „þeir þurfa að vera ansi stórir til þess. Sem betur fer kannski," bæti hann við. Hann hvetur svo alla til þess að horfa meira upp til himins, þar megi finna margt óvænt. Þess má reyndar geta að síðast þegar almenningur tók eftir stjörnuhrapi þannig um munaði, var í byrjun nóvember árið 2009 þegar stjörnuhrap lýsti upp hluta af Suðurlandinu. Meðfylgjandi mynd náðist einmitt af því. Hafi einhver náð myndum af hrapinu má sá sami að sjálfsögðu láta okkur á Vísi vita í síma 5125200 eða með því að senda póst á netfangið frettir@stod2.is. Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
„Við vitum ekki hvað þetta var, en þetta var mjög skært ljós og hvítt á litinn," segir Elín Björk Unnarsdóttir, veðurfræðingur, sem ásamt öðrum gestum sundlaugarinnar í Dalvík urðu vitni af hvítu ljósi þegar þau horfðu yfir Svarfaðardalinn rúmlega hálf sjö í kvöld. Elín lýsir ljósinu þannig að það hafi enst í um fimm sekúndur, „og það var eiginlega eins og tannþráðabox í laginu." Elín segir að það hafi haldið lögun sinni þar til það hvarf. Sjálf segist Elín hafa séð stjörnuhröp áður en ekkert í líkingu við þetta. Ljósið hafi verið áberandi og snjóhvítt. Hún segir að það hafi hvarflað að þeim sem voru í pottinum að þetta væri flugeldur eða blys. En allir í pottinum voru sammála um að þarna væri eitthvað annað á fer. Þegar Vísir hafði samband við Veðurstofu Íslands könnuðust þeir ekki við ljósið en ætluðu að kanna það frekar eins og allar slíkar ábendingar. Sævar Helgi Bragason, einn af umsjónarmönnum Stjörnufræðivefsins, segir Elínu lýsa tilkomumiklu stjörnuhrapi. „Annað slagið verða svona björt stjörnuhröp," segir Sævar Helgi sem sjálfur hefur séð stjörnuhrap, sem entist svo lengi, „og rákin eftir það var á himnum tuttugu mínútum eftir hrapið," lýsir Sævar Helgi. Hafi þetta verið stjörnuhrap þá hefur það verið í stærra lagi. Sævar segir litla hættu á að lofsteinninn endi á jörðinni, „þeir þurfa að vera ansi stórir til þess. Sem betur fer kannski," bæti hann við. Hann hvetur svo alla til þess að horfa meira upp til himins, þar megi finna margt óvænt. Þess má reyndar geta að síðast þegar almenningur tók eftir stjörnuhrapi þannig um munaði, var í byrjun nóvember árið 2009 þegar stjörnuhrap lýsti upp hluta af Suðurlandinu. Meðfylgjandi mynd náðist einmitt af því. Hafi einhver náð myndum af hrapinu má sá sami að sjálfsögðu láta okkur á Vísi vita í síma 5125200 eða með því að senda póst á netfangið frettir@stod2.is.
Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira